fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Bleikt

Erlendur reddaði málunum og merkti stígvél sonarins vel – Þetta kallast að redda sér

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 8. febrúar 2019 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir foreldrar kannast við skiptir það miklu máli að merkja leikskólaföt barnanna vel. Bæði svo að þau flækist ekki óvart heim með öðrum börnum og til þess að leikskólakennararnir þekki fötin í sundur.

Hann Erlendur Guðmundsson fékk í gærmorgun símtal frá konunni sinni eftir að hann hafði með strákana þeirra í skóla og leikskóla. Spurði hún Erlend að því hvort hann hefði ekki örugglega merkt nýju stígvél Hlyns, sonar þeirra.

„Það var ekki það sem ég var að hugsa um klukkan 7:30 í morgun, svo nei ég gerði það ekki. Konan er í saumaklúbb í kvöld og ég vill ekki lenda í þessu aftur svo „I took care of it,“ segir Erlendur við mynd sem hann birtir á brandarasíðu á Facebook.

Erlendur gaf DV góðfúslegt leyfi til þess að birta myndina en eins og sjá má reddaði Erlendur málunum með því að merkja bæði stígvélin vel. Á þeim stendur:

„Sonur minn á þetta stígvél… og þetta líka.“

Þetta kallast að redda sér.

Erlendur með Hlyni, syni sínum sem er eigandi stígvélanna
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.