fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Bleikt

Ellen DeGeneres gaf fjölskyldu 120 milljónir króna – Sjáðu stórkostleg viðbrögð þeirra

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 8. febrúar 2019 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellen DeGeneres gaf stærstu gjöf sem hún hefur nokkurn tíman gefið í spjallþætti sínum The Ellen DeGeneres Show í vikunni. Hún gaf þeim eina milljón Bandaríkjadala sem samsvarar 120 milljónum íslenskra króna.

Hjónin Christi Daniels og Robert Daniels eiga fjóra syni. Síðastliðinn nóvember voru þau í spjallþætti Ellen og unnu alls konar vinninga eins og gjafakort, sjónvarp og tvo flugmiða. Vinningana hlutu þau vegna vinnu sinnar fyrir samfélagið, þrátt fyrir eigin fjárhagsleg vandræði.

Í þættinum í vikunni kom Ellen fjölskyldunni á óvart á heimili þeirra í Hawthorne, Kaliforníu. Ellen sagði fjölskyldunni að koma með sér, en sagði þeim ekki hvert. Farið var með hópinn á sett The Ellen DeGeneres Show og fékk Ellen fjölskylduna til að sitja uppi á sviði með sér og lofsöng þau.

„Alveg sama hvað þið eruð að kljást við, alveg sama hvort þið eigið erfitt að láta launin duga, þið viljið samt hjálpa öðrum,“ sagði Ellen.

„Þið eruð hér því við viljum gera eitthvað stórt sem við höfum aldrei gert áður. Þetta er það stærsta sem við höfum einhvern tímann gert. Þannig, eruð þið hrifin af Cheerios?“

Í samstarfi við Cheerios gaf Ellen fjölskyldunni 60 milljónir króna. Viðbrögð fjölskyldunnar voru stórkostleg. En Ellen var ekki búin, hún gaf þeim aðrar 60 milljónir króna svo þau gætu gefið öðrum sem þurftu á því að halda.

Sjáðu myndbandið hér að neðan af stórkostlegum viðbrögðum fjölskyldunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Elstu dætur eru klárastar

Elstu dætur eru klárastar
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Hvað eru freknur og hverjir fá þær?

Hvað eru freknur og hverjir fá þær?
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Þú vissir pottþétt ekki að þessir hversdagslegu hlutir hefðu mikilvægan tilgang

Þú vissir pottþétt ekki að þessir hversdagslegu hlutir hefðu mikilvægan tilgang
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Tannhirða mikilvæg yfir páskana
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.