fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Katrín Helga: „Fólk hefur rétt á að vera eins og það vill án þess að eiga það á hættu að vera nauðgað“

Vynir.is
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég á ekki til orð yfir það hvað fólk leyfir sér að segja við bláókunnugt fólk. Fólk sem að þú veist ekkert um og er jafnvel að ganga í gegnum erfiðleika.

Á þessum orðum hefst frásögn Katrínar Helgu færslu á síðunni Vynir um það ofbeldi sem ungt starfsfólk í þjónustustörfum þarf reglulega að upplifa. Heldur hún áfram og segir:

„Fyrir hvern er það uppbyggilegt að gagnrýna ókunnuga varðandi útlit þess. Svo sannarlega ekki þolanda þess sem að fær á sig ósanngjarna og óumbeðna dónalega athugasemd. Ég eins og svo margir aðrir er í Facebook hóp sem að heitir „Sögur af dónalegum viðskiptavinum.“ Þar er allskonar fólk sem á það sameiginlegt að vinna við eða hafa unnið við þjónustustarf. Ég hef verið þar og ég hef fengið yfir mig margar misskemmtilegar athugasemdir sem að viðkomu ekkert mínu starfi þá.

Hver gefur þeim leyfi sem að líður svo illa, að yfirfæra sín vandamál yfir á aðra. Það er ekkert svo flókið við að vera kurteis og kunna að meta starf annars vinnandi fólks. Ég held að enginn sé svo mikilvægur að hann geti ekki verið þakklátur fyrir að fólk er þó allavega að vinna vinnuna. Vinnuna sem að þú gætir ekki hugsað þér að vinna sjálfur.

Persónuleg og andstyggileg gagnrýni

Ég var mjög ung þegar að ég byrjaði að vinna á afgreiðslukassa í kaskó og þar til dagsins sem því var lokað. Ég þorði ekki að svara fyrir mig þegar að ég fékk á mig óumbeðna gagnrýni og oft á tíðum persónulegar og andstyggilegar. Ég var bara 14-15 ára og hafði ekki kjark í að svara fyrir mig, því guð hjálpi þeim sem andmælir viðskiptavininum. Það hefur örugglega breyst og ég veit að maður má svara fyrir sig ef að það er af persónulegum toga.

Ég missti þó gjörsamlega andlitið núna nýlega þegar að ung stelpa setti inn á hópinn, atvik sem að hún hafði lent í. Þetta var ung stúlka sem að vinnur við afgreiðslu í ónefndri búð. Sú stúlka hafði gefið sjálfri sér það að fá sér gervineglur, sem að er alls ekkert athugavert við.

Það er gott að gera eitthvað fyrir sjálfan sig og það kemur engum öðrum við. En viðskiptavinurinn fann sig knúinn til þess að kvarta yfir gervinöglunum við sjálfa stúlkuna. Hún segir síðan:

„Að gervineglur séu ein af ástæðunum fyrir því að ungum stelpum eins og henni sé nauðgað“.

Kynferðisbrot á aldrei rétt á sér

Ha? Ég sé enga tengingu þar á. Og ef að þér líkar ekki eitthvað, þá getur þú átt það með sjálfum þér. Þú veist aldrei hvað viðkomandi hefur verið að ganga í gegnum. Þú veist ekki á hvaða punkta þú ert að ýta – stundum er betra að segja ekkert, brosa og halda áfram með daginn. Ekki eyðileggja góðan dag fyrir viðkomandi með leiðinlegri athugasemd. Þó svo að þinn dagur sé ekki að ganga vel að þá er óþarfi að yfirfæra eigin gremju yfir á aðra.

Í hvaða samfélagi búum við þegar að fólk getur í alvörunni hugsað sér að segja svona við afgreiðslufólk? Já eða hvern sem er, hvar sem er? Líður fólki sem að lætur svona út úr sér og finnst það í lagi alvörunni svona illa ? Ég á erfitt með að skilja svona lagað.

Þó svo að svona sé ekki svaranna virði að þá þykir mér leitt að það séu einstaklingar þarna úti sem að hugsi svona. Eftir allar þær baráttur og alla þá umræðu sem hefur myndast er varðar kynferðisbrot. Það skiptir engu máli hvort að maður sé hávaxinn, lágvaxinn, fáklæddur, kappklæddur, með gervineglur, með nagaðar neglur eða hvað það nú er. Kynferðisbrot á aldrei rétt á sér – en fólk hefur rétt á að vera eins og það vill án þess að eiga það á hættu að vera nauðgað.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar – verið góð hvert við annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.