fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Kröfurnar um fullkomnun orðin mikil – Ekki ein stúlka úr hópnum sleppti því að lagfæra sína mynd

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa líklega flestir ef ekki allir gerst sekir um það að hafa breytt eða bætt ljósmynd af sjálfum sér í þeirri von um að „bæta“ útlit sitt á myndinni. Hvort sem það þýðir að hafa tekið fjölmargar myndir frá allskonar sjónarhornum til þess að ná réttu myndinni, eða að nota forrit til þess að breyta útkomunni.

Mörg mismunandi forrit eru til þess að breyta og bæta myndir, þar er hægt að setja „filter“ á myndirnar, breyta andlitslagi, augum, líkama, nefi og svo framvegis. Kröfurnar um fullkomnar myndir er orðin mikil og það vilja allir taka þátt. Metro skoðaði hins vegar könnun á vegum Rankin sem kannar um þessar mundir áhrif okkar á því að geta stanslaust breytt útliti okkar og hvernig það breytir hugmynd okkar um okkur sjálf.

Í könnuninni voru teknar ljósmyndir af fjórtán unglingum sem þau fengu afhent í kjölfarið og beðin um að lagfæra myndina þar til þeim fannst hún tilbúin til þess að fara inn á samfélagsmiðla.

Ekki ein stúlka í hópnum sleppti því að lagfæra sína mynd.

Unglingarnir mjókkuðu meðal annars andlit sitt, minnkuðu nefið og löguðu húðina.

„Fólk er að herma eftir fyrirmyndunum sínum, og þetta gera þau til þess að fá „like“ á samfélagsmiðlum,“ segir í könnuninni.

„Þetta er enn önnur ástæða þess að við búum í heimi FOMO [innsk. Fear of missing out, hræðsla við það að missa af einhverju], depurð, kvíða og Snapchat líkamsskynjunarröskun. Það en komin tími til þess að við viðurkennum þau slæmu áhrif sem samfélagsmiðlar hafa á sjálfsímynd fólks. Á öldum samfélagsmiðla erum við stanslaust mötuð af þúsundir ljósmynda á degi hverjum. Flestar ljósmyndir sem ná til okkar hafa verið breyttar og hafa áhrif á hugmyndir okkar. Þetta getur haft slæm áhrif á andlega heilsu okkar.“

En hvað er hægt að gera?

Það hefur í raun engin niðurstaða verið gefin út enn þær lausnir sem taldar eru upp eru meðal annars að hætta að fylgjast með fólki á samfélagsmiðlum sem láta okkur líða illa, sama á við um vörumerki og fyrirtæki. Einnig er hægt að leggja bann á forrit sem fólk getur notað til þess að breyta útliti sínu. Það er í raun engin skyndilausn til sem útbýr samfélag sem saman stendur af fólki sem elskar útlit sitt og sættir sit við það. En þessi myndasería sýnir að það er augljóst mál að þetta er mikilvægt málefni sem þarf að taka á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.