fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Bleikt

Sigurrós Ösp skildi við sambýlismann sinn: Síðan gerðu þau magnaðan samning – „Þetta hefur verið mikil vinna“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 17:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Sigurrós Ösp skildi við barnsfaðir sinn fyrir fjórum árum síðan gerðu þau með sér samning um að strákarnir þeirra tveir yrðu alltaf í fyrsta sæti, en þau áttu 11 ára samband að baki. Þau gengu þó lengra en flestir. Þau halda öll jól saman, fagna afmælum barnanna saman og fara einnig reglulega út að borða og í bíó. Sigurrós segir sögu sína í Íslandi í dag í kvöld en áður hafði Bleikt birt ítarlega umfjöllun um málið.

Sigurrós segir í þætti kvöldsins:

„Þetta hefur verið mikil vinna en ég er stolt af okkur fyrir að hafa tekist þetta og í dag er barnsfaðir minn einn af mínum bestu vinum.“

Þegar Bleikt sagði sögu Sigurrósar kom þar fram að erfitt geti verið að flétta saman góðu vinasambandi og foreldrahlutverki og því að láta núverandi samband við kærasta ganga upp.

Þá sagði Sigurrós um sambandið við fyrrverandi sambýlismann:

„Við förum líka stundum tvö á rúntinn til þess að spjalla um strákana okkar. Við fíflumst og hlæjum saman.“ Bætti hún við að ekki hefðu allir trú á að þetta muni ganga upp og aðrir væru gapandi hissa á fyrirkomulaginu.

Þá rakti Sigurrós ástæðuna fyrir þessu fyrirkomulagi:

„Fyrir strákana, til að þeir þurfi aldrei að segja að þeir hafi kostað mig ástina. Til að þeir þurfi aldrei að velja á milli mömmu og pabba. Til að þeir alist upp við ást, samstöðu og sveigjanleika en ekki togstreitu,“ sagði Sigurrós og bætti við:

„Ég veit að þetta er hitamál. En er eitthvað mál svo stórt og erfitt að það er þess virði að barnið þitt líði fyrir það á einhvern hátt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.