fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Birti myndir af sér með og án „gallana“ – Mikilvægt að bera sig ekki saman við annað fólk

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldur sem er með yfir milljón fylgjendur á Instagram reikningi sínum hefur fengið mikið lof fyrir myndband sem hún birti á dögunum. Á myndbandinu má sjá samsettar myndir af líkama hennar þar sem annars vegar búið er að eiga við myndirnar og taka út appelsínuhúð hennar og hins vegar myndir þar sem líkami hennar er óunninn og eðlilegur.

Karina Irby birti myndirnar til þess að minna fólk á að fagna líkama sínum eins og hann er og vill að fólk passi sig að falla ekki í þá gryfju að bera sig saman við líkama annars fólks. Karina hefur áður tjáð sig um það hversu mikilvægt það sé fyrir konur að vera óhræddar við það að sýna líkama sinn nákvæmlega eins og hann er.

„Ég vil deila efni á netinu sem ég myndi vilja sjá meira af á samfélagsmiðlum,“ segir Karina á Instagram en miðillinn Shape deilir mynd hennar. „Ég er ekki að þessu til þess að fá athygli. Ég er að þessu vegna þess að öll mín unglingsár og fram á fullorðins ár þá var ég heilaþvegin um það að ég þyrfti að líta út á ákveðin hátt, þetta eða hitt var fallegt og ég þurfti að vera þannig til þess að strákar yrðu hrifnir af mér eða til þess að ég væri vinsæl. Ég þurfti að klæðast ákveðnum fötum og svo framvegis. Ég vildi óska þess að ég hefði séð einhvern deila náttúrulegri fegurð sinni og „göllum“ bara til þess að sýna mér að það eru í raun ekki „gallar.“

Með færslunni vill Karina hvetja konur til þess að hætta að líta á gallana sína sem „galla“ og vill að þær fari að meta þá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum
Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Truflar KR-inga ekkert að spila í Laugardalnum – „Fyrstu tveir leikirnir hafa bara verið heimaleikir“

Truflar KR-inga ekkert að spila í Laugardalnum – „Fyrstu tveir leikirnir hafa bara verið heimaleikir“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rúnar Már mættur í ÍA

Rúnar Már mættur í ÍA
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stöð 2 lækkar verð

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.