fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Bleikt

Höllin hans Chris Hemsworth að verða tilbúin – Nágrannar segja hana líkjast verslunarmiðstöð

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 4. febrúar 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski leikarinn Chris Hemsworth og eiginkona hans, spænska fyrirsætan Elsa Pataky, eru að byggja sér nýtt heimili í Ástralíu og er óhætt að segja að þar sé ekkert til sparað. Ár er síðan framkvæmdir hófust og fer nú að styttast í að þeim ljúki.

Um er að ræða stórglæsilega lúxusvillu í Broken Head á Austurströnd Ástralíu. Húsið er á besta stað og er glæsilegt útsýni yfir hafið frá efri hæðum þess. Eignin stendur á 4,2 hektara landareign og er áætlað að það muni kosta hátt í einn og hálfan milljarð þegar framkvæmdum lýkur.

Hjónin eiga þrjú börn og mun þessi fimm manna fjölskylda hafa ágætis pláss fyrir sig og sín áhugamál. Íbúum í nágrenninu finnst húsið full stórt, að því er Mail Online greinir frá, og segir það helst líkjast verslunarmiðstöð eða skrifstofubyggingu.

Hemsworth og eiginkona hans eru ekki á flæðiskeri stödd fjárhagslega enda hefur Hemsworth verið einn vinsælasti leikari heims undanfarin ár. Hann hefur farið með hlutverk í mörgum af vinsælustu myndum síðustu ára og nægir í því samhengi að nefna Avengers-myndirnar.

Í húsinu verður fyrsta flokks aðstaða til líkamsræktar, gufuherbergi, sundlaug, lúxusheilsulind og sex svefnherbergi svo dæmi séu tekin. Hjónin fluttu frá Kaliforníu til Ástralíu árið 2015 og fljótlega eftir komuna heim settust þau að teikniborðinu og skipulögðu draumahúsið sem nú er að verða að veruleika.

Chris Hemsworth er með mörg járn í eldinum um þessar mundir en á næstunni líta þrjár nýjar myndir með honum dagsins ljós. Þetta eru myndirnar Avengers: Endgame, Men in Black: International og Dhaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.