fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Pöntun Þóru Birnu á merktum snuðum fyrir son sinn fór óvænt úrskeiðis – Bráðfyndin mynd

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Birna Jónsdóttir pantaði á dögunum snuð handa syni sínum Reynar Þór. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þau mistök sem Þóra áttaði sig á eftir að hún hafði lagt inn pöntunina.

„Fyrst að Reynar Þór er farinn að taka snuð varð mamman svo spennt og pantaði snuð með nafninu hans í gær.. Nema hvað að þegar ég var búin að panta, sé ég að heimasíðan hefur „translate-að“ nafnið hans,“ segir Þóra í færslu sinni á Facebook.

„Það kemur því í ljós hvort rétt nafn verði á þeim þegar þær koma inn um lúguna. Annars er þetta frekar júník og spurning um að sækja um nafnabreytingu?“

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hafði síðan Navnesutten breytt nafni Reynar Þórs yfir í „Tries to Thor“ sem mætti þýða yfir í „reynir að Þór“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.