fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Bleikt

Það sem stúlkur vildu að feður þeirra vissu

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greinahöfundurinn Tara Hedman sat á bílaverkstæði og sá þar litla stúlku leika við föður sinn. Það fékk hana til að hugsa um að þessi stúlka hefði enga hugmynd um það hversu mikil áhrif faðir hennar og orðin hans ættu eftir að hafa á hana. Hún skrifaði því lista á síðuna Huffington Post yfir atriði sem allar litlar stúlkur myndu vilja að faðir sinn vissi.

Hér eru nokkur þeirra:

 1. Hvernig þú elskar mig er hvernig ég mun elska mig sjálfa.
 2. Spurðu hvernig mér líður og hlustaðu á svarið mitt. Ég verða að vita að þú virðir mig áður en ég get skilið hvers virði ég er.
 3. Ég læri hvernig á að koma fram við mig af því hvernig þú kemur fram við móður mína, hvort sem þú ert giftur henni eða ekki.
 4. Ef þú ert reiður við mig finn ég það þó að ég skilji það kannski ekki, svo talaðu við mig.
 5. Hvernig þú talar um kvenlíkamann þegar þú ert „bara að grínast“ er það sem ég trúi um minn eigin líkama.
 6. Hvernig þú ferð með hjarta mitt, er hvernig ég mun leyfa öðrum að fara með það.
 7. Ef þú hvetur mig til að finna hvað veitir mér gleði, mun ég alltaf gera það.
 8. Ef þú kennir mér að finna hvernig það er að líða örugg með þér, veit ég hvernig á að forðast menn sem láta mér ekki líða þannig.
 9. Kenndu mér að elska listir, vísindi og náttúruna… og ég mun læra að vitsmunir skipta meira máli en fatastærð.
 10. Leyfðu mér að segja það sem ég vil jafnvel þó það sé rangt eða kjánalegt, svo ég  viti að ég megi hafa sterka skoðun.
 11. Ef þú verður hræddur við breytingarnar á líkama mínum þegar ég eldist, mun ég halda að það sé eitthvað að líkama mínum.
 12. Þegar ég bið  þig að sleppa takinu, vertu samt áfram til staðar, ég kem alltaf til baka og þarfnast þín ef þú verður þar.
 13. Þegar þú leyfir mér að hjálpa til við að laga bílinn og mála húsið, mun ég vita að ég get gert allt sem strákar geta.
 14. Ekki forðast erfiðu samtölin, því þá líður mér eins og það sé ekki þess virði að berjast fyrir mér.
 15. Ekki ljúga því að ég trúi öllu sem þú segir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.