fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Íslensk móðir varar við slímgerð barna: „Vaknaði stokk bólgin og gat varla opnað augað“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 10:00

Borax - efnið sem umræðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur slímgerði verið vinsæl meðal barna á Íslandi og hafa hráefni fyrir gjarnan orðið uppseld í mörgum búðum. Þau efni sem börn hafa verið að nota í slímgerð eru meðal annars raksápa, lím linsuvökvi og efni sem heitir Borax.

Borax er uppleysanlegt þvottaefni og vert er að taka fram að hægt er að búa til slím án þess, þá sé linsuvökvi notaður í staðinn.

Á dögunum var tíu ára gömul íslensk stúlka að búa til slím heima hjá vinkonu sinni sem endaði því miður illa.

„Hún var að búa til slím hjá vinkonu og kvartaði um kláða í augum og puttum. Ég sá ekki neitt og tengdi þetta ekki við slímið,“ segir móðir hennar í samtali við Bleikt. Mæðgurnar vilja ekki koma fram undir nafni en vilja koma skilaboðunum áleiðis í þeirri von um að vara aðra við.

„Svo í gær var hún að leika með það yfir daginn, kvartaði svo um í augum í gærkvöldi og ég lét hana setja kaldan þvottapoka og fara í bað. Svo vaknaði hún í morgun stokk bólgin og gat varla opnað augað. Við fengum neyðartíma hjá lækni strax í morgun og fengum sýklakrem og mildison. Hún er strax orðin skárri en ég mæli ekki með því að börn séu að búa til slím og nota Borax. Hún hefur notað þetta efni í marga mánuði en greinilega allt í einu fengið óþol.“

Myndirnar sýna hversu slæmt óþol stúlkan fékk og eru þær birtar með hennar leyfi.

Borax – efnið sem umræðir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hlustaðu á hlaðvarp Íþróttavikunnar – Farið yfir sviðið í Bestu deildinni

Hlustaðu á hlaðvarp Íþróttavikunnar – Farið yfir sviðið í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United reynir að sannfæra Mainoo um að skrifa undir nýjan samning

United reynir að sannfæra Mainoo um að skrifa undir nýjan samning
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Naby Keita settur í bann og fær væna sekt – Neitaði að mæta í leik og fór heim

Naby Keita settur í bann og fær væna sekt – Neitaði að mæta í leik og fór heim
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt