fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
Bleikt

Tiltektaraðferð Marie Kondo talin valda fólki vanlíðan

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin Japanska Marie Kondo hefur verið mikið í umræðunni undanfarið eftir að sjónvarpsþættir hennar voru gefnir út af Netflix. Marie Kondo er þekkt fyrir það að nota sérstakar aðferðir til þess að halda heimilinu hreinu og fyrir sjö árum síðan gaf hún út bókina „The Life Changing Magif of Tidying Up“.

Í sjónvarpsþáttunum fer Marie Kondo heim til fólks sem virðist ekki geta náð tökum á heimilisþrifum, safnar jafnvel að sér of miklu dóti og þarf aðstoð við skipulag. Eftir að Marie hefur gefið þeim ráð sér fólkið um að fylgja þeim og hefur nokkrar vikur til þess að klára allt heimilið áður en Marie kemur aftur og fer yfir allt.

Þættirnir hafa fengið mikið áhorf og margir hafa tileinkað sér aðferðir Marie til þess að halda heimilinu í röð og reglu. Metro hafði hins vegar áhuga á því að vita hvort aðferðir Marie gætu gert það að verkum að fólki fer að líða verr en áður.

Sjónvarpsstjarnan Marie Kondo hjálpar fólki að taka til

Sálfræðingurinn Chris Stiff sem starfar við Keele háskólann segir að svarið við því sé einfaldlega já. Aðferðir Marie séu svo víðtækar að þær geri það að verkum að fólki muni mistakast að fara eftir þeim. Það að mistakast verkefni sem fólk ákveður að fara út í lætur þeim líða enn verr en áður.

„KonMari aðferðin er ströng, krefst mikillar skuldbindingar, tíma og orku ef fólk ætlar að ná að klára allt,“ segir sálfræðingurinn.

„Ef Marie Kondo stendur ekki yfir þér þá getur verið erfitt að klára verkefnið og það að mistakast getur verið skaðlegt velferð okkar. Rannsóknir sýna að ef fólk gefst upp á verkefni þá sé það líklegra til þess að standa sig enn þá verr í samskonar verkefnum í framtíðinni og gerir það að verkum að það fer að kenna sjálfu sér um hluti á óheilbrigðan máta.“

Það að leggja áherslu á það að geyma aðeins hluti sem vekja með fólki hamingju getur einnig gert það að verkum að fólki finnst erfitt að losa sig við dót.

Segir sálfræðingurinn einnig að það að þakka hlutum fyrir að hafa fengið að eiga þá og nota áður en þú losar þig við þá sé líka slæmt.

„Rannsóknir sýna að það að persónugera hluti lætur okkur tengjast þeim tilfinningalega sem gerir okkur enn þá erfiðara að losa okkur við þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Losnaðu við táfýlu með vodka

Losnaðu við táfýlu með vodka
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Átta merki um að þú sért í sterku sambandi – Jafnvel þó þú efist um það

Átta merki um að þú sért í sterku sambandi – Jafnvel þó þú efist um það
Bleikt
Fyrir 4 dögum

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku

8 leiðir til að verða betri í að sleikja píku
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi

Hundur fannst á sundi 200 kílómetrum frá landi
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því

Ráð frá þeim sem léttast og ná að viðhalda því
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.