fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Bleikt

Sigurrós Ösp gerði samning við barnsföður sinn þegar þau skildu: „Til að þeir þurfi aldrei að velja á milli mömmu og pabba“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Sigurrós Ösp skildi við barnsfaðir sinn fyrir fjórum árum síðan gerðu þau með sér samning um að strákarnir þeirra tveir yrðu alltaf í fyrsta sæti.

„Þar af leiðandi þurfum við kannski að setja okkur sjálf og okkar tilfinningar í annað sætið og velja hvaða baráttur við tökum,“ segir Sigurrós í einlægri færslu sinni á síðunni Vynir.is

Segir Sigurrós að stundum geti verið erfitt að flétta saman góðu vinasambandi, foreldra hlutverki og því að vera góð kærasta núverandi maka en að þá minni hún sig á af hverju hún lagði af stað í þessa ferð.

„Fyrir strákana, til að þeir þurfi aldrei að segja að þeir hafi kostað mig ástina. Til að þeir þurfi aldrei að velja á milli mömmu og pabba. Til að þeir alist upp við ást, samstöðu og sveigjanleika en ekki togstreitu.“

Þrátt fyrir að Sigurrós og barnsfaðir hennar séu skilin segir hún hann enn vera einn af sínum betri vinum.

„Við erum 100% samstíga í uppeldi strákanna okkar. Ég á líka kærasta sem ég hef verið með í eitt og hálft ár. Það hefur gengið misvel enda erum við að reyna að finna okkar takt í þessum aðstæðum. Strákarnir okkar dvelja hjá mér aðra hvora viku og pabba sínum hina. Fínt, flott, gott að heyra, EN við erum líka saman á jólunum, förum út að borða saman á afmælum og við allskonar önnur tilefni sem okkur finnst þess virði að halda upp á. Við (ég og barnsfaðir minn) förum líka stundum tvö á rúntinn til þess að spjalla um strákana okkar. Við fíflumst og hlæjum saman.“

Börnin eiga ekki að líða fyrir vandamál foreldranna

Segir Sigurrós að aðstæðurnar beri þó ekki að misskilja og að lífið sé ekki alltaf dans á rósum.

„Við rífumst þrætum og verðum pirruð en við sættumst aftur. Stundum langar okkur það ekkert alltaf um leið, en við gerðum samning þegar við skildum að strákarnir okkar yrðu alltaf í fyrsta sæti, alltaf!“

Sigurrós segist átta sig á því að forræðismál séu hitamál og að í tilfellum ofbeldis- og fíkniefnamála eigi samskipti sem þessi sér ekki stoð í raunveruleikanum.

„Ég veit að þetta er hitamál. En er eitthvað mál svo stórt og erfitt að það er þess virði að barnið þitt líði fyrir það á einhvern hátt? Það eru svo ótrúlega margir vantrúa á að þetta gangi upp hjá okkur. Fyrst var það: „Þetta mun aldrei ganga svona vel þegar annað ykkar er komið með maka,“ núna höfum við bæði verið í samböndum og saman stöndum við enn. Núna heyrir maður meira af: „Ástæðan fyrir því að samböndin ykkar ganga svona hægt/illa er því þið eruð of mikið saman og of góðir vinir,“ jájá. Kannski. En við erum líka að setja strákana okkar í fyrsta sæti og vinnum svo annað samhliða því. Ég er ekki að dæma neinn með þessum pistli en mig langar bara að vekja athygli á að það er hægt að fara aðra leið en: „Ég hata fyrrverandi,“ leiðina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.