fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu og ljótar augngotur: „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 12. janúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Sigurðardóttir var offitusjúklingur og öryrki fyrir fimm árum. Á hverjum degi tók hún inn stóran lyfjakokteil. Hún sagði hetjusögu sína í Íslandi í dag fyrir skömmu. Í dag er hún fimmtíu kílóum léttari.

Sólveig var einnig lengi pistlahöfundur á Pressunni þar sem hún skrifaði um líf sitt og vöktu pistlar hennar oft mikla athygli. Við ætlum í þessari umfjöllun á Bleikt að rifja upp viðtalið í Íslandi í dag og svo gömul pistlaskrif.

Sólveig opnaði sig um það að hún hefði verið beitt kynferðisofbeldi í æsku. Það hafði gríðarleg sálræn áhrif. Þetta segir Sólveig að hafi gerst þegar hún var tíu ára. Sólveig sagði í Íslandi í dag:

„Það er eitthvað sem kemur svo síðar meir. Þegar ég fór að hugsa sko, af því að þetta var leyndarmál sem ég átti svo lengi alein, og sá sem braut á mér var farinn til himnaríkis og ég sat ein uppi með skömmina.“

Þegar Sólveig var 25 ára opnaði hún sig um ofbeldið en bældi allar slæmar tilfinningar og leitaði huggunar í mat.

„Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér og líka til að gleðjast. Þannig að það var alltaf svo stór partur að vera að borða.“

Ekki tók síðan betra við þegar Sólveigu var tilkynnt að hún væri með MS-sjúkdóminn og hún þyrfti bráðum á hjólastól að halda. Þá var hún einnig greind með vefjagigt. Þurfti Sólveig að ganga í gegnum stífar lyfjagjafir sem reyndu mikið á. Hún ákvað því að taka á sínum málum og stundar líkamsrækt fimm sinnum í viku og borðar hollan mat og er 50 kílóum léttari sem hefur gríðarleg jákvæð áhrif bæði andlega og líkamlega.

Sólveig hefur einnig eins og áður segir tjáð sig um baráttu sína við aukakílóin. Hér á eftir fer einn af hennar pistlum sem vakti gríðarlega athygli og hjálpaði mörgum:

„Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu, verra viðhorf og var hálf ósýnileg. Ljótar augngotur og stundum var eins og fólk hefði skotleyfi á feitu konuna. Það er allt annað viðhorf í dag,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, 45 ára gamall Hafnfirðingur sem hefur náð ótrúlegum árangri og náð af sér yfir 50 kílóum á aðeins rúmlega einu og hálfu ári. Sólveig var orðin alvarlega veik með MS sjúkdóminn og þá hugsaði hún lítið um heilsuna og spáði ekkert í mataræði. Hún hélt að hún væri dæmd til offitu og veikinda. Í dag borðar hún hollan mat og hreyfir sig reglulega.

Sólveig segir að hún hafi alltaf verið of þung, hún var hávaxin sem barn og þybbin. Þegar hún var 10 ára bakbrotnaði hún í bílslysi og stundaði nánast enga hreyfingu eftir það og hún þyngdist stöðugt eftir því sem árin liðu.

Ég hef reynt allar leiðir í átt að „mjórri Sólveigu“ og þær hafa virkað misvel. En þá hafa þetta verið kúrar og ýmis átök. Eftir að hafa prufað nánast alla kúra í heimi hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það virkar bara ekki fyrir mig.

Aðspurð hvort hún hafi orðið fyrir aðkasti vegna vaxtarlags síns segir Sólveig að hún hafi ekki verið lögð í einelti en oft fengið ljót skot. Það hafi haft meiri áhrif þegar hún var barn og með minna sjálfstraust.

,,Margt getur gerst á einu ári. Maður getur tildæmis tekið minna pláss. Apríl 2012 – apríl 2013
35 kíló“

Þetta getur verið mjög erfitt andlega séð að vera orðin svona þung. Og þegar að hugurinn er orðinn þungur fer maður í hálfgerða sjálfsvorkunn og borðar bara meira. Bíður eftir mánudegi, því þá mun næsta megrun byrja. Gamlárskvöld voru einnig mjög vinsæl, því nú skildi nýtt upphaf hefjast, sú mjóa kæmist út.

Sólveig segir að ná af sér 50 kílóum sé kraftaverk en það taki lengri tíma að léttast andlega. En hægt og rólega öðlast maður sjálfstraust á ný. Þá skipti miklu máli að ná af sér kílóunum án þess að misþyrma líkamanum. Að sýna sjálfum sér kærleika er mikilvægt að sögn Sólveigar og hafa óbilandi trú á því sem maður er að gera og að maður nái í mark á endanum.

Eftir að hafa nánast alltaf verið í megrun, svelti og með hugann fullan af sjálfsásökunum um hvað maður sé nú ómögulegur, að geta ekki hunskast í megrun og hætt þessu áti bara, að vera komin með ógeð af sjálfri sér og sinni hegðun, þá tekur smá tíma að öðlast aftur trú á sjálfan sig.

Sólveig segir að viðhorf fólks til hennar sé gjörbreytt sem sé að vissu leyti sorglegt.

„Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu, verra viðhorf og var hálf ósýnileg. Ljótar augngotur og stundum var eins og fólk hefði skotleyfi á feitu konuna. Það er allt annað viðhorf í dag. Betri þjónusta og allt annað hvernig fólk kemur fram við mann, sem er mjög sorglegt. Því ég er sama manneskjan, þó að útlitið breyttist. Ég er enn sama konan, þó sjálfstraustið sé öllu betra“.

Takmark Sólveigar er að ná af sér 10 kílóum til viðbótar. Hún segist ekki setja sér tímamörk og tekur einn dag í einu. Hún borðar hollan mat en það er ekkert á bannlista.

Ég vel skynsamlega það sem ég læt ofan í mig. Ég er líka með MS sjúkdóminn og finn hvað það að léttast og breyta um allt mataræði hefur mikil áhrif á þann sjúkdóm. Ég myndi segja að ég væri að borða mig fríska og ég held sjúkdómnum í skefjum og lít á hann sem vin minn í dag.

Lífsgæði Sólveigar hafa gjörbreyst og hún hefir öðlast nýtt líf. Það sem er þó mikilvægara í huga Sólveigar er betri andleg líðan sem hún hefur öðlast. Að ná tökum á neikvæðni og niðurdrepandi  hugsunum.

Það að geta tekið þátt í lífinu lifandi, farið í fjallgöngur, út að hlaupa, farið í þrektíma eða lyftingatíma. Spennt beltin í flugvél. Verið mamma sem er létt á sér og tekur þátt. Finna lífið vakna ….

En hvernig heldur Sólveig sér í góðu formi? Jú, hún borðar ekki unnin mat, og matreiðir hann á þann máta að hann bragðist vel og haldi næringunni. Þá stundar hún mikla hreyfingu. Þegar hún byrjaði í leikfimi gat hún ekki lagst niður á dýnu og varð að nota stól. Nokkrum mánuðum seinna tókst henni að klöngrast niður á gólf. Nú fer Sólveig í leikfimi 5 sinnum í viku, dansar Zumba og skemmtir sér í Tabata.

„Ég elska orðið að fara í leikfimi, eitthvað sem ég hef ekki þolað allt mitt líf. Þoldi ekki leikfimi sem barn í skóla og hafði lent í bílslysi 10 ára gömul og bakbrotnað og átti því erfitt með að hreyfa mig. Í dag lít ég öðruvísi á hlutina.  Hreyfingin er manni alveg nauðsyn. Bæði líkamlega og ekki síst andlega“.

Sólveig heldur úti Fésbókarsíðunni Lífsstíll Sólveigar en þar deilir hún uppskriftum og myndum.

Sólveig lítur allt öðrum augum á lífið. Hún skrifar á Fésbókarsíðuna á hverjum degi jákvæða hluti.

Ég fæ endalaust af jákvæðni á móti. Og hef kynnst ótrúlega góðu jákvæðu og skemmtilegu fólki við að lifna við sjálf […] Lífið er eins erfitt og þú leyfir því að vera.

 

Ekki setja tímamörk á kílóin, heldur breyttu um lífsstíl! Þá fara kílóin hvort eð er, segir Sólveig að lokum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.