fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Svandís Þóra: „Ég byrjaði 2019 á persónulegu afreki“

Vynir.is
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku ákvað ég að mig langaði að ganga upp á fjall. Koma árinu 2019 almennilega í gang og gera eitthvað sem ég hef aldrei náð að gera með góðu móti áður. Ég ákvað að hafa samband við Bergþór vin minn til að fá hann með mér. Bergþór hefur rosalega gaman að útiveru og hefur verið mjög duglegur í allan vetur að ganga mikið úti. Svo hann var tilvalið fórnarlamb til að plata með í verknaðinn.

Í færslunni minni „Að skapa eigin tilgang“ tala ég um bucket lista. Hversu mikilvægt það sé fyrir motivation fyrir því að „hætta að hugsa og bara gera hlutina“ að eiga bucket lista og passa vel upp á hann. Ég skrifaði listann minn fyrir ca. ári síðan. Hann hefur smokrað sér ofan í undirmeðvitundina mína. Ég fékk þá hugdettu í síðustu viku að ganga upp á fjall, fann mér félagsskap og lagði í hann. Í bílnum á leiðinni ákveðum við að labba upp á Helgafell – allt í lagi með það. Á leiðinni að Helgafelli sjáum við Úlfarsfell – og marga bíla við rætur þess. Einhverra hluta vegna ákváðum að klífa það frekar heldur en Helgafellið (sennilega því það blasti við en við vissum ekki alveg 100% hvar Helgafellið væri). Á leiðinni upp fór ég að hugsa – bíddu… var það ekki á bucket listanum mínum að ganga upp á Úlfarsfellið?

Nei þetta er ekki síðasti hluturinn á listanum það eru ca 30 hlutir í viðbót hinu megin á blaðinu.

 

Aldrei hefði mér dottið í hug að ég færi sjálfviljug að draga einhvern með mér í fjallgöngu. Ég hef alltaf verið með mikinn asma eða verið stórreykingamanneskja svo svona hlutir hafa ekki verið partur af mér. Árið 2016 hætti ég að reykja. Árið 2017 átti ég misheppnaða tilraun til að koma mér í form og datt út úr ræktinni í páskafríinu – en 2018 stóð ég við markmiðið mitt að koma hreyfingu í vana sem kom mér 2x upp á topp á Úlfarsfelli á sunnudaginn. Ég geri mér fulla grein fyrir að það séu ekki mörgum sem finnst þetta vera mikið afrek – en það finnst mér. Þetta er eitthvað sem ég bjóst aldrei við að geta. Ég er stolt af mér. Ég byrjaði 2019 á persónulegu afreki. Skulu persónuleg afrek einkenna þetta ár.

Fallegt útsýni uppi á toppi!
Bergþór meistari á toppnum!

Þetta voru stórkostlegir 3 klukkutímar. Það var kalt úti, vindur og rigning inn á milli en það skipti ekki máli. Útsýnið var æðislegt og félagsskapurinn frábær. Við töluðum um heima og geima og gleymdum fljótt að við værum að reyna á okkur. Þessi fjallganga mun lifa lengi með mér. Ég mæli innilega með að klifra Úlfarsfellið – en passið að fara á réttum stað niður svo þið þurfið ekki að fara tvisvar sinnum upp eins og við Bergþór. Við komum niður í öðru bæjarfélagi en bíllinn var í – það var fljótlegast að labba aftur upp á topp og koma á réttum stað niður.

Takk kærlega fyrir mig!

Svandís Þóra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.