fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Náði að knúsa nýfædda systur sína áður en hann lést: „Nú er kominn tími að ég fari og verði verndarengillinn hennar“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugrakkur níu ára drengur náði að faðma nýfædda systur sína áður en hann lést úr krabbameini.

Bailey Cooper, frá Bristol á Englandi, varð mjög veikur síðla árs 2016. Læknar töldu fyrst að hann væri með veirusýkingu í maga og var hann settur á sýklalyf sem gerðu illt verra. Hann greindist svo með illvígt krabbamein á þriðja stigi, töldu læknar að hann ætti aðeins nokkrar vikur eftir ólifaðar.

Bailey náði þó að berjast í 15 mánuði þökk sé krabbameinslyfjum. Virtist það bera árangur og var fékk hann að fara í frí með fjölskyldunni til Devon. Á öðrum deginum í Devon fékk fjölskyldan hræðilegar fréttir. Krabbameinið var komið aftur og Bailey var dauðvona.

Bailey og Riley.

„Á öðrum deginum okkar, við vorum í dýragarðinum þegar við fengum símtalið frá spítalanum. Sýni sýndu að krabbameinið var komið aftur,“ hefur breska dagblaðið Sun eftir Lee Cooper, föður Bailey.

Sex vikum síðar kom í ljós að það var ekkert hægt að gera, krabbameinið var búið að dreifa sér um allan líkamann og fjölskyldan vissi að hann myndi ekki lifa til jóla.

Rachel, mamma Bailey, var ólétt af stúlku og átti að eiga í nóvember. Á sama tíma hrakaði Bailey hratt.

„Við vissum ekki hvort hann myndi ná að hitta hana, en hann var alveg staðráðinn í því. Hún kom ekki fyrr en í lok nóvember. Hann faðmaði hana og gerði allt sem stóri bróðir á að gera og meira. Hann fékk að skipta á henni. Fara með henni í bað. Hann söng líka fyrir hana,“ sagði Rachel.

Jólin nálguðust og foreldrar hans hvöttu Bailey til að gera lista yfir það sem hann vildi í jólagjöf. Hann lét til leiðast og bjó til lista yfir leikföng og hluti sem bróðir hans, Riley, vildi.

Kl. 11:45, þann 24. desember 2018, var öll fjölskyldan saman komin við rúmið hans. Amma hans sagði við Bailey að hún vildi að hún gæti dáið í staðinn fyrir hann, Rachel segir að Bailey hafi sagt við ömmu sína að hún ætti ekki að deyja þar sem hún þyrfti að passa öll barnabörnin.

Stuttu síðar leit hann á systur sína og sagði: „Nú er kominn tími að ég fari og verði verndarengillinn hennar.“ Bailey lést skömmu síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ísraelskar konur hafa gert þetta í 70 ár

Ísraelskar konur hafa gert þetta í 70 ár
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla