fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Kolbrún um skilnaðinn við Þröst: „Fótunum var gjörsamlega kippt undan mér“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 11:39

Kolbrún Pálína Helgadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það breyttist allt í lífinu og fótunum var gjörsamlega kippt undan mér. Ég þurfti að enduruppgötva sjálfa mig frá a-ö. Ég hætti að vera partur af teymi og stóð ein.“

Þetta segir Kolbrún Pálína Helgadóttir fjölmiðlakona og fegurðardrottning sem skildi við barnsföður sinn, Þröst Jón Sigurðsson fyrir þremur árum. Í forsíðuviðtali við Vikuna opnar hún sig um skilnaðinn og nýtir hún þá reynslu við gerð sjónvarpsþátta um skilnað sem sýndir verða í Sjónvarpi Símans.

Kolbrún, eða Kolla eins og hún er jafnan kölluð, hefur komið víða við á starfsævinni, en hún hefur unnið á mörgum stærstu fjölmiðlum landsins, þar á meðal á DV og við ritstjórn á Nýju lífi. Kolbrún segir að skilnaðurinn hafi verið mikið áfall, tekið á andlega og verið lengur að vinnu úr skilnaðinum en hún hafði gert ráð fyrir. Kolbrún segir í samtali við Vikuna:

„Það er alveg sama hvernig skilnaður er kominn til, hver biður um hann eða hvað veldur. Hann er alltaf mikið áfall og ekki bara fyrir mann sjálfan heldur alla sem koma að fjölskyldunni. Maður syrgir ákveðna framtíð sem maður sá fyrir sér. Það leggur auðvitað enginn upp með að fara í samband með það að leiðarljósi að skilja.“

Kolbrún segir að við skilnað komi enginn annar í staðinn í hlutverkið. Hvorki fjölskylda eða vinir.

„Auðvitað fór ég í gegnum sorg og gremju eins og fylgir því þegar hlutirnir ganga ekki upp. En ég ætla að leyfa mér að vera stolt líka. Við fylgdum hjartanu og lifum lífinu fyrir okkur sjálf í dag.“

Bætir Kolbrún við að hún hafi orðið að fara í ítarlega sjálfsskoðun og finna hvert hún vildi stefna. Hver hún væri og á endanum leit hún á skilnaðinn sem nýtt tækifæri.

„Ég þekki til dæmis engan sem segist hafa skilið geggjað vel. Okkur er kennt allskonar um lífið og við fáum ráð, ákveðin gildi og fróðleik um eitt og annað þegar við hefjum lífsins vegferð en það segir okkur enginn hvernig við eigum að skilja enda var ekki jafnmikið um skilnaði hér áður fyrr.“

Kolbrún er nú komin í nýtt samband og er afar lukkuleg með það. Sá heppni heitir Jón Haukur Baldvinsson. Um hið nýja samband segir hún:

„Ég steig þó mjög varlega til jarðar því þegar maður á börn þarf maður sérstaklega að vanda til verka. En svo ákvað ég að ég yrði líka að lifa fyrir sjálfa mig og börnin voru búin að fá sinn aðlögunartíma. Þannig að þegar ég hitti mann sem ég féll fyrir og deildi sömu sýn á lífið og sama húmor þá gat ég ekki annað en þakkað lífinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.