fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Bleikt

Heimildarþættirnir um R. Kelly gætu landað honum í steininum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildaþáttaröðin, Surviving R. Kelly, hefur endurvakið áhuga almennings og yfirvalda á vafasamri hegðun hans gagnvart konum og börnum. Nú virðist vera sem yfirvöld hafi hafið rannsókn á meintum afbrotum hans. 

Mögulegt er að rannsókn verði hafin að nýju á alvarlegum ásökunum gegn R. Kelly eftir að heimildaþættirnir Surviving R. Kelly voru sýndir á Lifetime rásinni.

Í þáttunum er meðal annars talað við fjölskyldu Joycelyn Savage, en þau hafa lengi talið að hún sé í haldi gegn vilja sínum á heimili R. Kelly. Lögmaður fjölskyldunnar hefur nú gefið út að  saksóknari hafi sett sig í samband við hann nokkrum dögum eftir að þátturinn var sýndur og að rannsókn sé hafin á söngvaranum.

Upplýsingafulltrúi saksóknaraembættisins neitaði að tjá sig um málið. Lögmaður fjölskyldunnar var beðinn um að afhenda lögreglu lista yfir möguleg vitni af atburðum og hátterni á heimili Kellys.

CNN fréttastofan hafði samband við Brian Nix, lögmann Kellys. Nix sagði þættina mála ranga mynd af söngvaranum og færu fullir af röngum sakargiftum og meiðyrðum.

Þáttaröðin blés nýju lífi í langlífar ásakanir á hendur söngvaranum og saknæma háttsemi. Í þáttunum, sem eru sex talsins, er farið yfir sögur þolenda söngvarans og viðtöl tekin við aðstandendur söngvarans um ásakanirnar. Söngvarinn John LegendMeToo frumkvöðullinn Tarana Burke og spjallþáttastjórnandinn Wendy Williams voru meðal viðmælenda þáttanna.

Saksóknari í Chicago hefur gefið út að embætti hennar hafi haft samband við tvær fjölskyldur sem tengjast ásökununum.

Lögmaður Cook County sýslunnar, Kimberly Foxx, hefur hvatt mögulega þolendur eða vitni að gefa sig fram við lögreglu.

„Vinsamlegast gefið ykkur fram. Það er ekkert hægt rannsaka þessar ásakanir án samstarfs við þolendur og vitni,“ sagði Foxx á blaðamannafundi. „Við getum ekki náð fram réttlætinu án ykkar.“

Lögmaður Kellys, Nix, sagði að beiðni Foxx færi fáránleg.

„Það er ekkert að finna hér,“ sagði lögmaðurinn Steve Greenberg. „Þegar þú fiskar eftir svona hlutum þá koma furðufuglarnir fram og þú endar með sakfellingu byggða á röngum sakargiftum.“

Fjölskylda Joycelyn Savage heldur því fram að dóttir þeirra eigi í kynferðislegum samskiptum við R. Kelly og að hann einangri hana og stjórni.

Dóttir þeirra hafnaði þessum ásökunum í myndbandi sem var gefið út árið 2017 þar sem hún neitaði að vera í haldi söngvarans.

R. Kelly var ákærður fyrir vörslu barnakláms eftir að myndband kom fram þar sem sjá mátti söngvarann hafa samfarir við óþekkta stúlku sem var undir lögræðisaldri. Hann var sýknaður og lögmaður hans á þeim tíma hélt því fram að myndbandið sýndi ekki sjálfan söngvarann heldur hefði verið átt við myndbandið til að láta karlmanninn þar líkjast söngvaranum.

Árið 2017 var Kelly sakaður um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ungling. Á þeim tíma hafnaði almannatengill söngvarans öllum ásökunum og sagði þær „vera uppspuna frá rótum komnar frá einstaklingum sem væru þekktir fyrir óheilindi.“

Við forsýningu heimildarþáttanna í desember þurfti að rýma kvikmyndahúsið eftir að ógnandi símtal barst. Símtalið reyndist vera órekjanlegt. Meðal gesta sýningarinnar voru þolendur Kellys og aktívistar sem fjallað er um í þáttunum.

Þann 3. janúar tilkynnti faðir JoycelynTimothy, að honum hefðu borist ógnandi símtöl frá umboðsmanni Kellys, Don Russel. Samkvæmt afriti af tilkynningunni, sem CNN hefur undir höndunum, hótaði Russel Timothy afleiðingum ef hann héldi áfram að styðja við heimildaþættina.

Þegar CNN hafði samband við Russel neitaði hann að tjá sig en tók jafnframt fram að hann væri ekki umboðsmaður heldur sjálfstæður ráðgjafi.

Surviving R. Kelly var frumsýnd á Lifetime sjónvarpsstöðinni þann 3. janúar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

„Kærasti minn vill að ég kúki fyrir framan sig til að sanna að ég sé ekki að halda framhjá“

„Kærasti minn vill að ég kúki fyrir framan sig til að sanna að ég sé ekki að halda framhjá“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Giftist æskuástinni og urðu bæði ástfangin af sömu konunni: „Þetta er ekki kynlífskölt“

Giftist æskuástinni og urðu bæði ástfangin af sömu konunni: „Þetta er ekki kynlífskölt“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Heimilið að hætti Marie Kondo: Sjáðu myndbandið

Heimilið að hætti Marie Kondo: Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sjóðheitar á sundfötum

Sjóðheitar á sundfötum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Deilir bossamyndum á Instagram og þénar 37 milljón krónur á ári – Segir foreldra sína vera „ótrúlega stolta“

Deilir bossamyndum á Instagram og þénar 37 milljón krónur á ári – Segir foreldra sína vera „ótrúlega stolta“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stendur þyngdartapið í stað? – Svona brutu þessar konur múrinn

Stendur þyngdartapið í stað? – Svona brutu þessar konur múrinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.