fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Amanda ætlar í sex mánaða fataverslunar föstu: „Ég viðurkenni fúslega að ég er hálf hrædd við að læra hvað býr á bak við neysluhegðun mína“

Öskubuska
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er týpa sem elska tísku, að fylgjast með fatastíl annarra og tjá mig með fötum. Mér finnst ég hafa nokkuð góða hugmynd um það hver stíll minn er og í hverju mér líður vel í og hef ég tekið mér tíma í að vanda valið og sanka að mér flíkum sem standa við stíl minn og gildi,“ segir Amanda Cortes í færslu sinni á Öskubuska.is

„Áður fyrr var ég hinn fullkomni neytandi, ég elskaði fast fashion” búðir þar sem allt var ódýrt og ég gat fengið mikið fyrir peninginn. Flíkurnar þurftu bara að vera fallegar, ekkert endilega vandaðar, og það skipti ekki öllu þó þær pössuðu mér ekki fullkomlega. Ég vissi innst inni að þau sem þurftu að sauma fötin mín höfðu það ekkert ofsalega gott, en það var eitt af þessum hlutum sem er óþægilegt að hugsa um svo ég sópaði því hratt í burtu.“

Ég hef skilið við þetta hugarfar að mestu og eftir að ég fór að velja flíkurnar mínar betur þá vissulega versla ég minna í einu, ég versla vandað, sanngjarnt og umhverfisvænna, og ég er vissulega mjög ánægð með flíkurnar. Í raun er ég í heildina mjög ánægð með fataskápinn minn en samt er það einhvern veginn aldrei nóg. Það þarf alltaf meira, um leið og ég er komin með eina flík sem ég hef beðið eftir, þá fer ég að hugsa um þá næstu. Skápurinn minn höndlar ekki endalaust og þó ég velji umhverfisvænni flíkur verður það seint umhverfisvænt að yfirfylla allt.“

Amanda hefur því ákveðið að hefja 6 mánaða fataverslunar föstu sem hún hefur haft í huganum í svolítinn tíma.

Ég hef verið að hugsa þetta í svolítinn tíma og var hálfpartinn byrjuð í október. Ég ákvað að taka fataverslunar föstu en ég var ekki með neina tímalengd í huga og ætlaði að sjá hvað ég entist” lengi. Í lok nóvember var ég þá ekki búin að versla síðan einhvern tíman í september. Þá hófust Black Friday auglýsingarnar. Ég hef þegar breytt neysluvenjum mínum mikið hvað fatakaup varðar en ég verð að vera hreinskilin og segja að samband mitt við föt og tísku er ekki enn eins og ég vil hafa það. Ég rembdist í gegnum Black Friday með möntruna í huganum..:ekki kaupa neitt, ekki kaupa neitt”. Það gekk næstum því. Svona rétt fyrir miðnætti þá bugaðist ég og verslaði.

Ég byrjaði á að versla flík sem mig langaði mikið í frá frábæru fyrirtæki, en þá var fjandinn laus. Ég veit ekki af hverju en einhverra hluta vegna er auðveldara fyrir mig að versla og réttlæta kaup mín ef ég er búin að taka fyrsta skrefið, sem sagt versla eina flík eða hjá einni búð. Ég var búin að brjóta föstuna hvort sem er..svo ég verslaði við tvær búðir í viðbót. Er einhver sem tengir?

Ég sé ekki eftir kaupunum og er hæstánægð með allt sem ég fékk í hendurnar, allt framleitt á sanngjarnan hátt úr umhverfisvænni efnum. En hegðunin skaut mér smá skelk í bringu. Þetta gerðist svo hratt, korteri seinna var vísa reikningurinn töluvert hærri og ég átti von á þremur sendingum. Ég vil laga þetta samband og held ég að það muni taka góðan tíma.“

Hrædd við að mistakast en spennandi lærdómsferli

Segir Amanda að stuttar föstur hafi aldrei gengið fyrir hana, yfirleitt gangi henni nokkuð vel í upphafi en springi svo að lokum og versli jafnvel meira fyrir vikið.

Því fór ég að íhuga að hefja 6 mánaða föstu. Þið veltið ykkur kannski fyrir því hvort það valdi ekki bara allsherjar sprengingu á endanum með tilheyrandi gjaldþroti og sendingum í tugatali.

Ég get því miður ekki svarað því þar sem ég veit ekki hvernig sagan endar. Þetta er algjörlega lærdómsferli fyrir mig. Ég vona þó að þetta gefi mér nægan tíma til þess að meta hvaða tilfinningar ég upplifi þegar ég fæ þörfina til þess að versla, hverjir helstu triggerarnir eru, af hverju ég upplifi þessar tilfinningar og hvernig ég get unnið í þeim.

Ég viðurkenni fúslega að ég er hálf hrædd. Hrædd við að mistakast. Hrædd við að læra hvað raunverulega býr á bak við neyslu hegðun mína, hrædd við að takast á við sjálfan mig. Það vottar þó einnig fyrir smá spenningi, að láta reyna á þetta, því ég veit að ávinningurinn getur verið svo góður, ekki einungis fyrir umhverfið og budduna, en einnig fyrir sálina.“

Enginn tími réttari en annar

Amanda segir engan réttan tíma til þess að hefja föstur sem þessar og alltaf hægt að fresta því ef ekki er tekin ákvörðun um að byrja strax.

Samstarfskona mín nefndi um daginn þegar hún sá mig renna í gegnum fatasíðu (skoða hvað var nýtt, en ekki hvað) að bráðum fari útsölur að hefjast, jafnvel rétt eftir jól. Hjartað mitt tók kipp. Shit já, ef ég byrja núna þá missi ég af janúar útsölunum. Ég var næstum farin að íhuga að fresta föstunni. Fattiði hvað ég er að eiga við?

Það verða alltaf útsölur, tilboð, auglýsingar. Ég get ekki alltaf beðið eftir næsta hlut eða drauma flík, beðið eftir næstu útsölu og svo tekið á þessu. Mig skortir ekkert, raunverulega ekkert. Ég á alveg að geta gengið í gegnum þessa 6 mánuði leikandi en bara það að skrifa þennan texta leiðir til þess að ég svitna og hjartslátturinn eykst.“

Hrædd við viðbrögð fólks

Amanda ákvað að setja nokkrar hliðarreglur til þess að auðvelda sér ferlið en engin þeirra nær yfir það að hún megi versla sér ný föt.

Ég er að skrifa þessa færslu í algjörri hreinskilni og berskjalda mig fyrir almenningi. Þið eruð að lesa eitthvað sem ég tel vera minn helsta galla hvað tískuna varðar og hnökra mína í þessari vegferð að mínimaliskari lífsstíl.

Ég viðurkenni að ég er smá stressuð yfir viðbrögðunum. Kannski finnst fólki ég bara vera forréttindapía, eiga það of gott, þetta er ekki vandamál. Það er satt. Ég hef gífurleg forréttindi, og þetta er í raun ekki vandamál þannig séð, það er algjörlega lúxus að eiga við svona vandamál”.

Svo margir hafa það mikið verr og svo margir neyðast til þess að versla ekki föt í 6 mánuði eða lengur því það er einfaldlega ekki peningur fyrir fötum. Þessi færsla er alls ekki gerð til þess að gera lítið úr þeim vanda. Hins vegar trúi ég því að í nútíma neyslusamfélagi hljóti að vera einhver annar sem tengir, einhver sem þekkir þetta, einhver sem er á ákveðnum punkti í svipaðri vegferð.

Ég ætla því að brjóta múrinn og ræða þetta.“

Það sem ég ætla að nýta þessa 6 mánuði í er að:

– Líta vandlega inn á við þegar þörfin til þess að versla kemur upp

– Skoða hvaða tilfinningar koma upp og hvað olli þeim

– Prófa mig áfram í jákvæðum leiðum til þess að leiða hugan frá fatasíðunum/búðunum

– Æfa mig í að nota fötin mín á fjölbreyttari hátt

– Fara í gegnum amk tvær 10×10 áskoranir (þið getið séð sumar áskorun mína hér)

– Prófa að eiga fataskipti við vini ef ég á flíkur sem ég er leið á

– Fara með flíkur sem þarf að laga til klæðskera (sumir myndu segjast ætla að læra að laga fötin sín sjálf en við skulum ekki gerast of bjartsýn hérna hjá fröken 10 þumalputtum)

Ég geri ráð fyrir að skrifa um 10×10 áskoranirnar og taka myndir af fatasamsetningunum.

Einnig mun ég skrifa færslu eftir 3 mánuði og segja frá því hvernig staðan er. Ég veit af persónulegri reynslu að á þriðja mánuði mun verulega vera farið að síga í þolinmæðina og viljastyrkinn svo að þá verða öll góð ráð nýtt.

Mér þætti vænt um að heyra frá ykkur ef það er eitthvað sérstakt sem ykkur langar að vita eða að komi fram í 3 mánaða færslunni.

Annars getið þið fylgst með mér á instagram þar sem ég er dugleg að setja inn fatasamsetningar, vegan mat og fleira skemmtilegt:“ → amandasophy

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.