fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Guðný: „Get ég horft á klám og verið femínisti?“

Ragnheiður Eiríksdóttir
Miðvikudaginn 26. september 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kæra Ragga

Mundir þú halda að það gæti haft slæm áhrif fyrir par í sambandi að horfa reglulega á klámefni saman. Ég hef rætt þetta við vinkonur og þær eru mjög mótfallnar því og segja að við mundum vilja prófa eitthvað meira í kjölfarið og enda í framhjáhaldi. Eða er svona myndagláp eins og hvert annað hjálpartæki sem kryddar kynlífið? Ég finn að ég örvast alveg jafn mikið og karlinn minn við að horfa, og hef jafnvel smekk fyrir grófara efni en hann – get ég horft á klám og verið femínisti? (vinkonurnar eru ekki á einu máli um það heldur) Hvernig get ég snúið mér í þessu – mér finnst klám æsandi en ég vil ekki leggja sambandið í hættu og ég vil geta kallað mig femínista með góðri samvisku.

Kveðjur og þakkir,
Guðný

Halló Guðný
Mín skoðun er sú að það geti verið skemmtilegt og gott fyrir pör að horfa saman á erótísk myndefni. Smekkurinn er hins vegar mjög einstaklingsbundinn og úrvalið mikið, og því þarf parið að ræða saman um það hvernig myndir það ætlar að horfa á. Hitt er þó löngu sannað að það æsir okkur að horfa á fólk gera dónalega hluti – og gagnkynhneigðar konur eiga meira að segja auðveldara með að æsast en gagnkynhneigðir karlar – þær virðast ekki eins rígbundnar af kynhneigðinni.

Ef þú vilt endilega horfa á mynd með flengingum en karlinn með hópkynlífi þá verðið þið bara að setjast niður og komast að einhverri málamiðlun – svona eins og þegar jólamaturinn er ákveðinn. Svo er líka hægt að velja til skiptis, velja blindandi, kasta teningum eða búa til einhvern skemmtilegan klámleik!

Ég held að það sé mikill misskilningur að klám hvetji til framhjáhalds, heldur frekar að það gefi fólki nýjar og skemmtilegar hugmyndir um það hvernig hægt er að leika sér saman í kynlífinu. Það er æsandi og getur átt sinn þátt í að viðhalda losta og kynferðislegum áhuga milli fólks.

Ég ítreka samt að myndefni af þessu tagi eru mjög mismunandi og því skyldi vanda valið. Fyrir marga er lostaslökkvandi að horfa á myndir þar sem greinilegt er að einhver þátttakandinn er beittur þvingun eða er ekki í hlutverkinu af heilum hug en það má svo sannarlega nota alnetið til að finna myndir sem eru framleiddar á siðferðilega ásættanlegan máta. Ágætt er að hafa í huga að það efni sem flæðir um alnetið og er aðgengilegt ókeypis er mun ólíklegra til að standast þær kröfur. Ef þú borgar fyrir klámið þitt eru meiri líkur á að þeir sem að því stóðu séu að fá laun fyrir vinnuna sína. Klám sem kostar er því betri kostur og klámneytendur ættu heldur að velja það en hitt sem flæðir. Þú getur nefnilega alltaf valið og það á við um klám rétt eins og lífrænt ræktaða grænmetið, snyrtivörur sem eru ekki prófaðar á dýrum, fair trade kaffið og fötin sem ekki eru framleidd af barnaþrælum í Asíu.

Leitarorð eins og feminist porn og ethical porn gætu verið góð byrjun.

Gangi þér vel,

Ragga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.