fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Stjáni: Mun ég eyða ævikvöldinu í vöðvastæltum faðmi karlmanns

Ragnheiður Eiríksdóttir
Sunnudaginn 23. september 2018 17:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halló Ragga

Ég vaknaði upp við vondan draum fyrir um mánuði síðan, í bókstaflegri merkingu. Mig dreymdi að ég væri að njótast með vinnufélaga mínum. Við erum báðir karlmenn, giftir og engir sérstakir vinir einu sinni – vinnum saman í verksmiðju. Ég var mjög sleginn og ekki skánaði það þegar ég fann að ég var með stand þegar ég vaknaði. Mér finnst rétt að minnast á að svona hugsanir hafa aldrei svo mikið sem læðst að mér í vöku og ég hef alla tíð hneigst til kvenna.

Ég hef ekki sagt nokkrum lifandi manni frá þessu og skrifa þér að sjálfsögðu undir dulnefni. Mér finnst þetta pínlegt og hugsa um drauminn daglega því ég þarf auðvitað að vinna með manninum sem ég lét svo vel að í draumnum. Getur þetta þýtt að í mér blundi kenndir sem ég á kannski eftir að uppgötva?

Mun ég eyða ævikvöldinu í vöðvastæltum faðmi karlmanns með yfirvaraskegg og leðurderhúfu?

Ég hugsa líka oft um drauminn á kvöldin eiginlega vegna þess að ég hræðist að hann komi aftur eða að mig fari að dreyma blautlega um fleiri karlmenn sem ég umgengst.

Með kveðju og þökkum,

Stjáni blái

Minn kæri Stjáni

Þakka þér fyrir mjög athyglisvert bréf. Það er aðeins eitt sem ég get lofað þér og það er að ég mun ekki geta svarað spurningum þínum. Það má hins vegar velta hlutum fram og til baka og ég vona að hugleiðingar mínar komi þér að einhverju gagni.

Það gerist allur skollinn í draumum. Sjálf hef ég mjög oft flogið um loftin blá, ég hef barist við dreka, synt um Lækjartorg í handvegsháu volgu vatni og átt skemmtilegar samræður við látna móður mína. Þú veist jafnvel og ég að draumar okkar eru stórfurðulegir og eiga ekki alltaf stoð í veruleikanum.

Það að þig skuli dreyma huggulegar ástarstundir með vinnufélaganum þarf alls ekki að benda til þess að innan í þér kúri fullskapaður hommi sem hreinlega bíður eftir því að fá að springa út og blómstra. Skrýtnir draumar eru alls ekkert skrýtnir. Athyglisverðara er kannski hvað draumurinn hefur haft mikil áhrif á þig, allar áhyggjurnar og hinar daglegu hugsanir þegar þú mætir blíðu brosi draumaelskhuga þíns á kaffistofunni.

Ef þú ferð að fá standpínu á kaffistofunni og draumóra um gaurinn í vöku ættir þú kannski að hugsa þinn gang og skreppa á kynningarfund hjá Samtökunum. Og þó… stundum eru órar bara órar og margir órar eiga bara heima í höfðum okkar en verða aldrei að veruleika.

Það væri gaman að vita hvað dulspakur draumráðandi mundi lesa úr bréfi þínu. Kannski bendir draumurinn eindregið til þess að þú eigir eitthvað óútkljáð við kennara þinn úr barnaskóla. Kannski er hann fyrirboði um frostharðan vetur eða risavaxinn lottóvinning næsta vor.

Kær kveðja og gangi þér vel, Ragga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.