fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Rækjukokteill Jakobs

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. júní 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi klassíski forréttur hefur ekki verið í tísku undanfarin ár. Hann er þó að ganga í endurnýjun lífdaga þessi dægrin, sérstaklega í flottum boðum í íslensku fjármálalífi. Það þarf því enginn að segja af sér þó að hann elski rækjukokteila. Fyrir nokkrum árum, í viðtali við breska tímaritið GQ, viðurkenndi einn þekktasti matreiðslumaður heims, Hestor Blumenthal, að honum líkaði fátt betur en rækjukokteilar. Hér er uppskriftin sem Blumenthal birti í blaðinu, með þeirri einu undantekningu þó, að við notum chili-tómatssósu í stað hefðbundinnar tómatsósu. Lífið er of stutt til að borða ekki sjóðheitan mat.

Að lokum er rétt að taka fram að það er algjörlega nauðsynlegt að nota risarækjur í þennan rétt.

Hráefni (fyrir fjóra):

– 110 grömm af chili-tómatssósu

– 100 grömm mæjónes (heimagert er langbest en Hellmans dugar)

– 1/4 úr teskeið af cayanne-pipar

– 12 dropar af Worcestershire-sósu

– 10 grömm af sítrónusafa

– 400 grömm eldaðar risarækjur

– Rifin iceberg-salatblöð eftir smekk

– heilt avókadó, skorið í teninga

– Salt og pipar

 

Aðferð:

Setjið tómatsósuna, mæjónesið, piparinn og sítrónusafann í skál og hrærið duglega saman. Bætið við salti og pipar eftir smekk og hrærið. Bætið rækjunum saman við. Leggið salatblöðin tættu á botn fjögurra skála og setjið síðan avókadó-teningana ofan á. Skiptið rækjunum jafnt í skálarnar.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa