fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Viðburðaríkt ár hjá Bleikt – Langveikt barn í tjaldi – Mæðgur í áfalli – Ellý beraði sig í beinni

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 30. desember 2018 13:00

Guðný Guðnadóttir dvelur í tjaldi með barn sitt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Bleikt en á vormánuðum sameinaðist vefurinn DV og tók um leið nokkrum breytingum á umfjöllunarefni. Létt lífsstílsefni ásamt hæfilegu magni af drama, húsráðum, kynlífsumfjöllun og fleiru áhugaverðu hefur gert Bleikt að þeim vef sem hann er í dag. Framundan er nýtt ár þar sem Bleikt mun halda áfram að létta Íslendingum lund.

Við árslok er alltaf áhugavert að skoða þær fréttir sem náðu hvað mestum vinsældum yfir árið og förum við létt yfir þær hér:

Guðný býr í tjaldi í Reykjavík með langveikan son sinn og dóttur: „Hún heldur að við séum í útilegu“

Ein mest lesna frétt Bleikt fyrr og síðar er fréttin um hana Guðnýju Guðnadóttur sem er einstæð fjögurra barna móðir. Yngsta barn Guðnýjar fæddist langveikt og lenti fjölskyldan í þeim hremmingum að missa leiguíbúð sína. Þrátt fyrir stanslausa leit fann Guðný enga íbúð fyrir fjölskylduna og neyddist hún því til þess að flytja í lítið tjald á tjaldsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Staða Guðnýjar vakti mikla reiði lesenda á leigumarkaðnum og skilyrðum bágstaddra. Réttu henni margir henni hjálparhönd í kjölfarið.

Ellý Ármanns
Fletti klæðum í beinni.

Ellý fór úr að ofan í beinni: „Meira að segja Rikka roðnaði“

Málverk Ellýjar Ármanns hafa vakið mikla eftirtekt á árinu en hún hefur undanfarið verið að mála nektarmyndir af sjálfri sér. Í útvarpsviðtali sem Ellý fór í á K100 spurði Jón Axel Ólafsson, einn stjórnenda viðtalsins, hana út í nýtt húðflúr og hringina í brjóstunum. Eftir að hafa spurt út í myndavélar í stúdíóinu, vippaði Ellý sér úr bolnum og á sama augnabliki sagði Ásgeir Páll Ágústsson hlæjandi og undrandi: „Fyrir þá sem eru ekki að horfa, þá reif hún sig úr að ofan. Meira að segja Rikka roðnaði. Þetta á eftir að toppa áhorfið á Hemma Gunn í gamla daga.“

Íslendingar í kynflífsferð Ballarbeltið var brúkað.

Hópur Íslendinga í kynlífsferð – Lýsingar ekki fyrir viðkvæma – „Síðar um kvöldið sá ég hana hafa djúpar samfarir við konu með ballarbeltinu“

Það hefur ekki farið á milli mála að Íslendingar elska að lesa um kynlíf og skrifaði Ragnheiður Eiríksdóttir, fyrrverandi penni á Bleikt, hverja vinsæla grein á fætur annarri. Grein Röggu um kynlífshópferð sem hún fór í ásamt fleiri Íslendingum vakti þó sérstaklega mikla lukku meðal lesenda. Ragga fór ásamt hópnum á klúbb í Póllandi og upplifði þar ótrúleg atvik. „Þegar komið var inn á klúbbinn leið ekki á löngu þar til ein íslensku kvennanna, sem þekkti til, var búin að draga mig um klúbbinn eins og hann lagði sig. Hún sveif um eins og dálítið hættulegt en ómótstæðilegt fiðrildi og uppskar aðdáun, faðmlög og kossa á milli þess sem hún sýndi mér hvern krók og kima. Síðar um kvöldið sá ég hana hafa djúpar samfarir við konu með ballarbeltinu,“ útskýrði Ragga meðal annars í greininni frægu.

Við Fjarðarkaup Mæðgur mættu konu í neyð.

Íslenskar mæðgur í áfalli fyrir utan Fjarðarkaup – „Sorgin í augunum braut í mér hjartað“

Þegar Christina Maxine Goldstein var búin að versla með móður sinni í versluninni Fjarðarkaup gengu þær út og upplifðu mikið áfall. Mæðgurnar sáu konu af erlendum uppruna standa fyrir utan verslunina með skilti þar sem hún óskaði eftir hjálp. Konan lýsti því yfir á skiltinu að hún hefði ekki vinnu og ætti ekki pening né mat fyrir börnin sín. Mæðgurnar trúðu ekki sínum eigin augum og voru miður sín yfir því að staðan væri orðin svona á Íslandi.

Andrea Sveinsdóttir
Getur ekki stundað kynlíf.

Andrea Sveinsdóttir getur ekki stundað kynlíf: „Algjörlega lokað og ómögulegt að typpi fari inn í píkuna á mér“

Hin tuttugu og þriggja ára gamla Andrea Sveinsdóttir opnaði sig um erfitt vandamál sem hún hafði átt við að stríða. Andrea hafði ekki geta stundað kynlíf í langan tíma og reyndist það henni mjög sársaukafullt. Vandamál Andreu er sjúkdómur sem kallast vaginism. Sjúkdómurinn gerir það að verkum að píka Andreu lokast algjörlega og ómögulegt að typpi komist inn. Andrea ákvað að opna sig um sjúkdóminn í þeirri von um að aðrar konur sem glímdu við sama vandamál áttuðu sig á því að um raunveruleg veikindi væri að ræða. Lýsing vaginisma er sú að vöðvar leggangaropsins verða svo spenntir að í sumum tilfellum er ekki hægt að setja fingur eða bómullarpinna inn í þau. Opin umræða Andreu um vandamálið fór misvel í fólk og var henni meðal annars bent á að leita sér aðstoðar sálfræðings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.