fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

13 hlutir sem gott er að tileinka sér á nýju ári

Vynir.is
Laugardaginn 29. desember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir mér eru áramót oft miklir vendipunktar. Vendipunktar eru góðir, það er alltaf gott að vilja bæta sig á einn eða annan hátt og margir ákveða að á nýju ári ætli þeir að bæta sig í hinu og þessu. Hætta að reykja, fara í ræktina, borða hollar, bæta sig í samskiptum, rækta sambönd við vini og fjölskyldu, ætla að standa sig enn betur í vinnuni sinni og þannig má lengi telja.

Hér eru 13 hlutir sem ættu að hjálpa þér við hvað sem þú tekur þér fyrir hendur og vilt vinna að:

 1. Ekki vera hrædd/ur við breytingar. Að hræðast breytingar og fara allar leiðir sem manni dettur í hug til að forðast þær mun ekki koma manni langt. Ákveddu að breytingar séu til batnaðar og þú ætlir að taka þeim opnum örmum!
 2. Talaðu um hugmyndir og heimsmál en ekki um annað fólk. Að velta sér upp úr öðrum og tala endalaust um hvað aðrir eru að gera mun taka tíma frá þér sem þú getur nýtt til að verða betri manneskja. Hættum að baktala náungann – það er tilgangslaust og upp úr krafsinu kemur ekkert nema neikvæðni og tími sem fer í ekkert.
 3. Taktu ábyrgð á þínum mistökum og alls ekki kenna öllum öðrum um það sem miður fer. Fólk sem nær árangri tekur ábyrgð á eigin mistökum og biðst innilegrar afsökunar.
 4. Hrósaðu öðrum ef þeir gera vel, það kemur manni langt að viðurkenna styrkleika annarra.
 5. Breyttu hugsanahætti þínum varðandi velgengni annarra, samgleðstu öðrum og vonaðu alltaf að öðrum gangi vel. Að vona að öðrum mistakist kemur manni ekki langt.
 6. Vertu opin/n fyrir að læra nýja hluti og bæta þig. Lærðu af öðrum – ég get alveg lofað þér að þú veist, kannt og getur ekki allt betur en aðrir
 7. Hjálpaðu öðrum og stuðlaðu að samvinnu. Enginn gerir neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn J
 8. Taktu sénsa. Ef þið langar eitthvað – reyndu. Ekki vera hrædd/ur við að mistakast eða vera hafnað. Mistök eru til þess að læra af.
 9. Lærðu betur á sjálfa/nn þig og hvað þú vilt. Það er kannski skrítið að segja það en það eru margir sem eru svo vanir að elta allt sem aðrir gera að þeir vita ekkert hverjir sínir eigin draumar og vonir eru. Taktu þér tíma til að hugsa um hvað þig langar að afreka og taka þér fyrir hendur.
 10. Hlustaðu á það sem aðrir hafa að segja. Að geta hlustað á aðra og sýnt áhuga er mikilvægur partur af samskiptahæfni. Stundum er allt í lagi að tala sjálfur aðeins minna og hlusta aðeins meira.
 11. Vertu einlæg/ur og hafðu öll spil upp á borði. Sýndu tilfinningar í samskiptum og myndaðu góð tengsl við aðra. Þannig býrðu til góð sambönd. Að vera alltaf í vörn og vera tilfinningalaus í samskiptum mun ekki hjálpa þér við að mynda tengingar.
 12. Reyndu að sjá það jákvæða í öllum aðstæðum. Jákvæðni að vopni getur hjálpað þér að mynda góð tengsl við aðra og mun koma þér áfram í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Neikvæðni er mjög innprentuð í okkur vegna þess að heilinn okkar er þannig byggður að við tökum frekar eftir neikvæðum hlutum heldur en jákvæðum svo þetta er kúnst sem þarf að vinna að og rækta.
 13. Vertu þakklát/ur fyrir það sem þú hefur og sýndu þakklæti. Vanþakklæti er einn mesti ósiður sem hægt er að tileinka sér og skilar engu. Það nennir enginn að gera neitt fyrir manneskju sem vitað er að mun ekki vera þakklát fyrir það sem fyrir hana er gert hvort eð er – því þá er það tilgangslaust J

Annars vil ég nýta tækifærið og óska öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs og vonandi mun gæfa og gleði vera með ykkur á nýja árinu.

Færslan er skrifuð af Svandísi Þóru og birtist upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.