fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Fimm hlutir sem gætu reynst vel fyrir þá sem glíma við skammdegisþunglyndi

Amare
Föstudaginn 28. desember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þessum tíma árs á ég það til að fá það sem kallað er skammdegisþunglyndi. Ég á það til að verða verri í skapinu og finn oft vanlíðan ganga yfir mig hægt og rólega. Þá finnst mér mjög mikilvægt að reyna að halda mér jákvæðri og skipulegri til þess að halda andlegu hliðinni í jafnvægi.

Hér eru nokkrir hlutir sem hafa hjálpað mér að halda í hamingjuna og jákvæðnina í skammdeginu.

Byrja daginn með jákvæðum hugsunum.

Ég byrja alla dag á því að hugsa um hvað ég get verið þakklát fyrir og hvað ég er heppin með. Stundum þegar mér leið sem verst valdi ég mér bara ákveðna tölu t.d. ég ætla að hugsa um 3 hluti á hverjum morgni sem ég get verið þakklát fyrir.

Halda mér upptekinni.

Mér finnst mikilvægt að hafa nóg fyrir stafni svo ég detti ekki í þunglyndi en passa samt að gera það skipulega og að hafa ekki of mikið að gera þar sem það getur haft sömu áhrif.

Taka vítamín.

Þar sem ég er með vítamínskort á ég það til að verða þreytt og getur það ollið vanlíðan. Það er mér því mjög mikilvægt að vera dugleg að taka vítamín og fá frá þeim orku og vellíðan.

Forðast að gera hluti sem láta mér líða illa/valda mér kvíða.

Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki alltaf hægt en ég reyni þá frekar að fara inn með jákvæðum hug og reyni frekar að líta á jákvæðu hliðarnar á málunum og ekki leyfa kvíðanum eða vanlíðaninni að taka völdin.

Umkringja mig með fólki sem mér þykir vænt um.

Ég reyni að vera dugleg að plana eitthvað skemmtilegt með stelpunum. Taka kósí kvöld með Símoni eða taka mér tíma í að leika við Máney Rós.

Þessir 5 hlutir hafa nýst mér vel við að halda þunglyndinu niðri en svo er það auðvitað misjafnt eftir hverjum og einum.

Færslan er skrifuð af Kristbjörgu Ástu og birstist upphaflega á Amare.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.