fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Sonur Kristjönu Rúnu var ítrekað ranglega greindur: „Hann varð eftir á í tali og tjáði sig bjagað“

Amare
Fimmtudaginn 27. desember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyrnabólga hjá ungum börnum hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga, þetta er erfitt ástand sem margir foreldrar þurfa að glíma við og börnin upplifa mikin sársauka og vanlíðan vegna þess.

Frumburðurinn var sennilega kominn með eyrnabólgu um 3 mánaða, í ungbarna skoðunum var sagt að það væri roði í eyrum en ekkert þyrfti að gera í, þetta færi.

Á þessum tíma vissi ég ekki að best væri að fara til eyrnalæknis og af hverju þeir eru betri í að sjá eyrnabólgu hjá börnum en venjulegir heimilislæknar.

Ég fékk þó að heyra að ástæðan fyrir þessu er að þau eru ekki með nógu góð tæki til að greina með.

Ég er orðin heldur sjóuð í þessum málum eigandi tvö eyrnabólgu börn, yngri slapp betur þar sem ég vissi hvert ég ætti að leita og hvaða hjálp var í boði.

En aftur að eldri syninum sem er nú orðin 6 ára og er röra laus í dag.

Svefninn var alltaf í ólagi

Hann svaf mjög ílla fyrstu tvö árin, einn og einn dagur sem hann náði að sofa í heila nótt, þetta tók auðvitað sinn toll af okkur foreldrum og honum sjálfum.

Þegar hann er að nálgast tveggja ára þá erum við búin að fá einn sýklalyfja skammt fyrir hann en samt með endurteknar eyrnabólgur sem mörgum læknum yfirsást og okkur bent á frá vinum að panta tíma hjá háls, nef og eyrnalækni í Glæsibæ.

Hann kemst fljótt að og stuttu eftir fer hann í sína fyrstu svæfingu og rör.

Á myndinni liggur hann í kerrunni sinni alveg inn pakkaður og ég búin að rugga honum lengi til að fá hann til að sofna. Margar nætur voru svona.

Mistökin við að senda okkur ekki til sérfræðings hafði slæmar afleiðingar

Það sem þessi hæga gangur í greiningum gerði syni mínum var að hann var nánast heyrnalaus á meðan þessu stóð, hann ,,talaði” mjög hátt og hafði gert frá því að hann byrjaði að búa til hjóð bara nokkurra mánaða gamall.

Hann var eftir á í tali, tjáði sig bjagað og það skildi hann engin nema ein kona á leikskólanum og við foreldrarnir stundum, þetta hljómaði allt eins og kínverska í eyrum annarra.

Það auðvitað segir sig sjálft að barn sem heyrir lítið er ekki að fara læra ný orð, líður illa þegar fólkið í kringum hann skilur hann ekki, það brýst fram í pirringi og vanlíðan, aðrir krakkar vilja ekki endilega leika við annað barn sem er með mikinn hávaða og sem það skilur ekkert í.

Þetta voru áhyggjurnar mínar á þessu tíma, og hver framtíð hans yrði ef ástandið lagaðist ekki, hvernig skólagangan yrði.

Hann fékk hita nokkrum sinnum í mánuði þegar ástandið var sem verst.

Heppnin lá í að Óliver gafst aldrei upp við að reyna að tjá sig

Strákurinn hefur alltaf tjáð sig meira en venjulegur krakki og ég sé að það hefur hjálpað honum að komast upp úr þessu hratt og örugglega, hann er mjög félagslyndur og glatt barn.

Þrátt fyrir mikla verki sem fylgir eyrnabólgunum þá var stutt í brosið, get ekki annað en horft stórum augum á þennan sterka og duglega strák.

Stundum þarf meira en eina svæfingu

Hann fór í nokkrar svæfingar, rörin áttu það til að detta úr og ekkert annað í stöðunni en að setja þau aftur í.

Hann fékk samt eyrnabólgur eftir ísetningu, en þá lak vökvinn úr eyranu en sat ekki fastur.

Rörin geta stíflast og þá fengum við dropa sem virkuðu vel.

Boltinn fór svo að rúlla þegar hálskirtlarnir voru teknir í apríl 2015 ,undir lokin vildi hann ekki fasta fæðu, ég heyrði það à röddinni að hún hljómaði ekki rétt, hann talaði eins og hann væri með loftkúlu fasta í hálsinum, læknirinn hafði orð à því að það var pínulítið gatið í hálsinum,  kirtlarnir voru alltof stórir, þá var eins og skrúfað var fyrir krana og flóð af nýjum orðum komu.

Talþjálfun

Leikskólinn hans var okkur innan handar og benti okkur á að talþjálfun væri mjög góð fyrir hann, það var talsverð bið í það og því betra að setja börnin á lista snemma þegar upp kemur um erfiðleika í tali og framburði.

Það hjálpaði honum mikið að fara í talþjálfun, hann hafði líka svo gaman af því, þar er allt lært í gegnum leik.

Þakklæti

Til allra sem bentu mér í rétta átt, til Sigríði Sveins eyrnalæknis sem hefur hugsað um báða strákana mína.

Óliver Logi er sigurvegarinn í þessu, hann er orðinn fluglæs, kann margföldun, plús og mínus, ef áhuginn hans væri ekki svona sterkur væri hann ekki komin svona langt og það er ekki hægt að heyra að bara fyrir tveimur árum var ástandið öðruvísi.

Ég gæti skrifað mikið meira um þetta, en mitt ráð til ykkar sem grunar að barnið ykkar er með eitthvað í eyrunum að panta strax tíma hjá háls, nef og eyrnalækni til að sjá um þessi mál, engan annann.

Færslan er skrifuð af Kristjönu Rúnu og birtist upphaflega á Amare.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“