fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Hrönn er mikið jólabarn en finnst gamlárskvöld oft einkennast af of miklum væntingum, stressi og veseni

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 26. desember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrönn Bjarnadóttir lífstílsbloggari og snappari er líklega ein af skipulögðustu konum landsins. Fylgjendur Hrannar elska að fylgjast með henni þrífa, skipuleggja, elda og baka enda er Hrönn ekki kona sem fer bara hálfa leið með neitt af því sem hún tekur sér fyrir hendur. Uppáhalds jólahefð Hrannar er að búa til heimagert konfekt handa vinum og vandamönnum sem hún keyrir út persónulega til hvers og eins.

Borðar þú skötu á Þorláksmessu?

Nei ég er ekki alin upp við það og hef aldrei byrjað á því og finnst það bara ansi hreint fínt að sleppa því.

Hvað verður í matinn á aðfangadag?

Við borðum alltaf kalkún á jólunum.

Hvað finnst þér að megi alls ekki sleppa á jólunum?

Mér finnst svo ótrúlega jólalegt að skreyta jólatréð með fjölskyldunni og ég get ekki ímyndað mér jólin án þess. Þegar ég var lítil var hefðin að skreyta alltaf jólatréð á þorláksmessukvöld sem mér finnst svo jólalegt !

Hver er uppáhalds jólahefðin þín?

Ég bý til konfekt á hverju ári sem ég gef vinum og vandamönnum – helgina fyrir jól förum við fjölskyldan í bíltúr og deilum út konfektinu – yndisleg hefð sem tryggir að maður hitti fólkið sitt fyrir jólin.

Eftirminnilegustu jólin?

Jólin fyrir tveimur árum þegar ég var kasólétt af dóttur minni Emblu eru eiginlega uppáhalds jólin mín. Embla er fyrsta barnið okkar Sæþórs og við vorum búin að bíða lengi eftir henni svo að jólatíminn einkenndist af mikilli eftirvæntingu og spennu eftir litla krílinu okkar. Ég eyddi fyrri partinum af desember í að útbúa herbergi fyrir litlu prinsessuna og seinni partinum þegar þreytan var farin að segja til sín eyddum við Sæþór heima í jólakósý að horfa á jólamyndir og hafa það notalegt. Í minningunni var þetta svo notalegur tími. Ég held að þessi jól verði líka æðisleg en Embla er núna á mjög skemmtilegum aldri og ég hlakka til að fylgjast með henni í pakkaflóðinu.

Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?

Þú komst með jólin til mín er alltaf í uppáhaldi og svo er All I want for Christmas líka klassískt.

Hefur þú fengið kartöflu í skóinn?

Alveg örugglega ! hahha man nú samt ekkert hvað ég gerði af mér svo það hefur vonandi ekki verið mjög alvarlegt !

Hvort finnst þér aðfangadagur eða gamlárskvöld skemmtilegri?

Aðfangadagur er svo hátíðlegur og yndislegur svo hann hefur vinninginn hjá mér –  Mér finnst gamlárskvöld oft einkennast af of miklum væntingum, stressi og veseni enda höfum við tekið þá ákvörðun að fara upp í sumarbústað þessi áramótin og hafa það notalegt.

Ætlar þú að strengja áramótaheit?

Nei alls ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir frá fundinum með Klopp sem var boðaður á óvenjulegum tíma

Segir frá fundinum með Klopp sem var boðaður á óvenjulegum tíma

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.