fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Áramótaheit Reynis snappara er að vera edrú – Uppáhalds jólahefðin að lesa jólakortin

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 24. desember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Bergmann skaust hratt upp vinsældarlistann á Snapchat með ótrúlegum uppátækjum sínum, miskunarlausri hreinskilni og endalausri skemmtun. Reynir hefur í mörg ár barist við fíknisjúkdóm og hefur hann opnað sig um þá erfiðleika og hjálpað mikið af fólki að komast á beinu brautina. Reynir er mikið jólabarn og undanfarin jól hefur hann unnið að stórri jólasöfnun þar sem hann nýtir sér Snapchat til þess að hjálpa fjölskyldum í neyð fyrir jólin:

Borðar þú skötu á þorláksmessu?

Á þessum 38 árum ævinnar hef ég aldrei smakkað skötu vegna lyktar, en stefni á að prófa hana í ár vegna áskorunnar.

Hvað verður í matinn á aðfangadag?

Það er ALLTAF Hamborgarhryggur. Sú hefð má aldrei breytast.

Hvað finnst þér að megi alls ekki sleppa á jólunum?

Fyrir mér væru ekki jól án jólaskreytinga, en undanfarin ár fyndust mér varla koma jól ef ég myndi sleppa stóru jólasöfnuninni minni fyrir þá sem eru í neyð.

Hver er uppáhalds jólahefðin þín?

Ég ólst upp við að lesa alltaf jólakortin meðan mamma var að ganga frá eftir matinn, meðan maður beið eftir því að fá að opna pakkana.

Eftirminnilegustu jólin?

Eftirminnilegustu jól sem eg hef upplifað eru tvenn. Jólin árið 2014 lá systir mín á gjörgæslu að berjast fyrir lífi sínu frá 20. desember – 9. janúar eftir mjög alvalega heilablæðingu og voru við fjölskyldan öll saman þar yfir hátíðarnar. Við borðuðum miður góðan jólamat þessi jólin. Jólin 2017 tilkynntum við svo börnum okkar á aðfangadag með pakka að þau væru að fara að eignast litla systur, þau jól gleymast seint.

Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?

Heims um ból, hjálpum þeim,snjókorn falla, ef ég nenni.

Hefur þú fengið kartöflu í skóinn?

Haha já það hef ég fengið en þá var ég mjög lítill og óþekkur.

Hvort finnst þér aðfangadagur eða gamlárskvöld skemmtilegri?

Aðfangadagur allan daginn

Ætlar þú að strengja áramótaheit?

Já, ég ætla að vera edrú árið 2019. Ég ætla að koma mér í form, ég ætla hætta að reykja og veipa. Ég get, ég ætla, ég skal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.