fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Katrín segist fá neikvæða athygli fyrir að birta djarfar myndir: „Það er ekkert neikvætt við „sexy““

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 21. desember 2018 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Kristinsdóttir, nemi í hagfræði, er meðal vinsælustu stelpna Íslands á Instagram en þar er hún með ríflega tíu þúsund fylgjendur. Í færslu sem hún birtir í gær segir hún líkamsvirðingu geysimikilvægt málefni. Málefnið er yfirleitt tengt þeim sem eru í yfirþyngd en Katrín segir að þetta eigi við um alla, enginn eigi að þurfa að hlusta á svívirðingar vegna þess hvernig líkami viðkomandi er.

„Mjög ólíkt mér, sem er yfirleitt frekar sama um flest og nenni lítið að skipta mér af! EN VÓ ég hélt ég ætlaði að tryllast þegar ónefnd manneskja sýndi mér öll neikvæðu skilaboðin sem hún fær fyrir það eitt að vera með stór brjóst. Body positivity er mikið í umræðunni þessa dagana og mér finnst það frábært! En ég verð að segja að mér finnst þetta á einhvern hátt vera farið að snúast í hringi,“ segir Katrín.

Hún segist sjálf aldrei hafa haft neina minnimáttarkennd hvað þetta varðar. „Ég hef alltaf verið mjög ánægð með mig sjálfa og minn líkama og sé ekkert athugavert við það að sýna líkamann sinn ef maður vill það. Það er bara svo fyndið og eiginlega sorglegt að ef þú hefur líkamshluta sem teljast „sexy“ eins og stór brjóst eða rass er talað um þig sem glennu/flex/slutty/athyglissjúka ef þú sýnir þá líkamshluta á myndum,“ segir Katrín.

https://www.instagram.com/p/BqKOFzJg4bk/

Hún segist sjálf hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa. „Ég bara skil ekki hvernig það er eitthvað verra/meira slutty/athyglissjúkara að posta mynd af sér á bikiní ef maður er með stór brjóst, brjóst eru bara brjóst. Ég hef oft fengið mjög neikvæða athygli fyrir það að setja myndir af mér á Instagram á bikiní eða í flegnum bol og so on. Það er rosalega erfitt að koma orðum að þessu, en látum það sama gilda fyrir alla,“ segir Katrín.

Hún leggur áherslu á að allir geti verið stoltir af líkama sínum óháð líkamsgerð. „Allir mega vera ánægðir með sinn líkama og allir mega sýna eins mikið af sínum líkama og þeir vilja. Stór brjóst sem lítil, lafandi brjóst eða stinn, stór rass eða lítill rass, þykk læri eða mjó læri, slétt húð sem slitin húð, síðhærðir eða stutthærðir, ljós húð eða dökk húð og ég gæti haldið endalaust áfram,“ segir Katrín.

Að lokum segir Katrín að það sé ekkert neikvætt við að kynþokkafull. „En pointið er að allir hafa sama rétt til þess að vera ánægðir með sinn líkama og allir hafa leyfi til þess að sýna sig ef þeir vilja. Svo hefur enginn leyfi til þess að láta öðrum líða illa fyrir það eitt að posta mynd af líkamspart sem telst „sexy” það er ekkert neikvætt við „sexy“ og þegar ég vil vera sexy á mynd er ég sexy á mynd“

https://www.instagram.com/p/BrljjmxA9LY/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.