fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Fékk ógeðsleg skilaboð eftir að hafa birt skondið myndband af syni sínum borða banana: „Ég ætti að skammast mín og ætti ekki að fjölga mér“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 19. desember 2018 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir nokkur sem var með átján mánaða gamlan son sinn í sundi, tók bráðfyndið myndband af honum vera að reyna að borða banana með kúta. Sonur hennar náði ekki að stinga banananum upp í sig þar sem kútarnir komu í veg fyrir að hann næði því og má sjá á myndbandinu þegar hann snögg reiðist yfir því.

Kate Nissen frá Brisbane, ákvað að taka myndband af syninum vera að reyna að borða bananann og setja það á Instagram síðu sína. Í kjölfarið uppskar hún hatursfull skilaboð frá fólki sem sagði meðal annars að hún væri að vanrækja hann. Síðan Kate setti myndbandið á netið hafa verið horft á það yfir sjö milljón sinnum.

„Þetta var bara svona atvik sem var fyndið, ég tók myndband og setti á Instagram og svo heldur maður áfram með lífið,“ útskýrir Kate í samtali við Daily Mail.

„En síðan fór ég að fá fullt af skilaboðum. Til dæmis „hvernig getur þú verið svona vond?“ og „hvernig getur þú kvalið svona ungt barn.“ Mikið af fólki sagði að ég væri að leggja son minn í einelti og að ég myndi sjálf ekki vilja vera bundin þannig að ég gæti ekki borðað. Það var meira að segja sagt við mig að ég ætti að skammast mín og að ég ætti ekki að fjölga mér.“

Kate bjóst ekki við því að fá svona vond skilaboð þegar hún greip myndavélina til þess að taka upp krúttlega myndbandið af syni sínum vera að reyna að borða banana með kúta og segir hún að fólk sé allt of fljótt að dæma.

„Ég sat bara og var að drekka te, um leið og Remi sér mat þá vill hann fá hann. Svo hann stökk upp úr lauginni og tók bananann af mér. Ég sá í hvað stefndi og greip símann til þess að taka myndbandið af honum. Þetta var fyndið og vinum mínum og ættingjum fannst það líka.“

Eftir að Remi hafði reynt nokkrum sinnum að borða bananann sjálfur tók Kate hann og gaf honum að borða.

„Fyrst var ég mjög reið þegar ég fór að fá þessu neikvæðu skilaboð en það var fullt af fólki sem kom mér til varnar. Ég er enn þá að fá neikvæð skipaboð og persónulegar árásir en ég hlæ bara að þeim núna. Það er í lagi að hlæja að því þegar börnin manns gera eitthvað kjánalegt. Það þýðir ekki að foreldrarnir séu ekki þakklát fyrir þau eða að okkur þyki eitthvað minna vænt um þau. Hvert er heimurinn eiginlega kominn? Í alvörunni ég bara spyr? Það er ekki í lagi að skamma mömmur á þennan hátt. Ef þú hefur ekkert gott að segja, ekki þá segja neitt. Það er fullt af fólki sem ætti að taka þetta til sín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.