fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Jólahugleiðingar Stefaníu : „Söknuðurinn er sár og það er allt í lagi að gráta – líka á jólunum“

Vynir.is
Þriðjudaginn 18. desember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugleiðing á jólatíma

Ég sit og horfi út um gluggann. Úti fellur jólasnjórinn rólega til jarðar. Allt í kring um mig eru jólaljós sem lýsa upp skammdegið. Innan úr eldhúsinu berst lyktin af nýbökuðum smákökum og jólalögin óma um allt hús. Já það styttist óðfluga í jólin – hátíð ljóss og friðar.

Á meðan að snjórinn fellur til jarðar fer ég að hugsa um þig – fallegasta engilinn á himnum. Þó ég hugsi til þín á hverjum einasta degi, allt árið um kring tek ég mun meira eftir þessum hugsunum á jólatímanum. Ég er handviss um að þú berir ábyrgð á snjónum enda vissir þú vel að snjórinn skipti mig miklu máli í jólaundirbúningnum. Frá því að ég var bara lítil stelpa hefur mér alltaf fundist snjórinn vera eitt helsta merki jólanna. Við þessa hugsun mína finn ég að tárin byrja að renna niður kinnarnar. Á sama tíma og tárin renna fer ég að brosa. Ástæðan fyrir þessu er einföld – ég er að hugsa um þig. Minningarnar hrannast upp í hausnum á mér hver á fætur annari. Mér hlýnar um hjartað við allar þessar fallegu minningar sem ég á og get ekki hætt að brosa. Ég leyfi mér samt líka að gráta, söknuðurinn er sár og hann verður einhvern veginn enn sárari um jólin.

Ég er samt búin að læra að það er allt í lagi að gráta – líka á jólunum. Þó að jólin séu oft tengd gleði og hamingju megum við ekki gleyma því að það er ekki svo einfalt hjá öllum. Sumir eyða jólunum í mikilli sorg eftir ástvinamissi, aðrir á spítala og sumir í aðstæðum sem manneskjan ræður ekki við. Þegar ég finn fyrir depurð hellast yfir mig á aðventunni hika ég ekki við að kveikja á kertum og leyfa huganum að reika – það er svo þægilegt.

Eftirmáli hugleiðingu

Við megum ekki gleyma að það er í lagi að sýna tilfinningar – líka um jólin. Þessi hugleiðing á að minna okkur á að hátíð í skugga sorgar er ekki ónýt hátíð. Leyfum okkur að syrgja ástvini sem eru ekki með okkur lengur. Rifjum upp minningar og njótum þess að eiga þær.

Kerti er órjúfanlegur hluti af jólunum í mínum huga. Það er líka einstaklega róandi að horfa á kertalogan þegar maður hugsar til ástvinna.

Verum dugleg að taka utan um fólkið okkar og segjum því hvað þau skipta okkur miklu máli. Við vitum nefnilega aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Gefum okkur tíma til syrgja, sakna og þakka fyrir þær minningar sem við eigum um látna ástvini. Þau verða alltaf hjá okkur þrátt fyrir að við sjáum þau ekki. Njótum jólanna í faðmi fjölskyldu og vina og sköpum skemmtilegar hefðir og minningar sem eiga eftir að lifa í hjörtum okkar til framtíðar.

Ef ykkur vantar fallegt lag til þess að hlusta á í jólaundirbúningnum mæli ég með þessu fallega lagi – en það falla alltaf mörg tár hjá mér þegar þetta kemur á spilunarlistanum.

Færslan er skrifuð af Stefaníu Hrund og birtist upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.