fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Vantar þig fleiri klukkustundir í sólarhringinn? Tímastjórnun er mikilvæg

Vynir.is
Mánudaginn 17. desember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég byrjaði á þessari færslu fyrir svolitlu síðan, bætti við af og til í færsluna. Svo varð brjálað að gera í skólanum, lokaprófin sem eru nú loks á enda. En þá þurfti ég að skipuleggja mig vel og forgangsraða þeim verkefnum sem ég hafði. Og langar mig að skrifa aðeins um tímastjórnun sem að ég hef reynt að tileinka mér í haust.

Mikilvægi tímastjórnunar

Tíminn er lang dýrmætasta auðlind sem að þú átt og því mikilvægt að nota hann rétt. Að læra að stjórna okkar eigin tíma svo við getum gert sem mest úr honum. Í hverri viku eru 168 klukkustundir, og það er á þinni ábyrgð að forgangsraða þínum tíma og hvernig að þú vilt verja honum.

Ert þú að verja þínum tíma eins og þú helst myndir vilja verja honum ? Grundvallaratriði tímastjórnunar eru tímaáætlanir og er sú aðferð mjög gagnleg fyrir þá sem að keppast við að ná settum markmiðum. T.d. fólk í námi, keppnis íþróttamenn o.fl. Tímaáætlum eykur yfirsýn yfir tímabil og gefur manni tíma til þess að gera það sem nauðsynlegt er. Með því að tileinka okkur tímastjórnun gefur það manni kost á að skipuleggja frítíman sinn.

Hverjir eru tímaþjófarnir ?

Það er mikilvægt að koma auga á tímaþjófana, sem að taka frá þér dýrmætan tíma sem að þú annars gætir verið að nota í mikilvæg verkefni. Til að mynda er síminn einn mesti tímaþjófurinn og allt sem að honum fylgir. Internetið, facebook, snapchat, instagram og svo mætti lengi telja. Við eyðum mikið meiri tíma í símanum en við gerum okkur nokkurntíman grein fyrir. Og hef ég alveg gleymt mér í símanum þegar ég átti að vera að gera eitthvað annað. Skipulagsleysi, reddingar, þreyta, sjónvarp eru líka dæmi um tímaþjófa í okkar samfélagi.

Við segjum oft já þegar að okkur langar til að segja nei

Stundum er erfitt að þurfa að neyta fólki um aðstoð sem að virðist þurfa hana, en ef að þú ert upptekinn og hefur mikið að gera er það kannski nauðsynlegt fyrir þig. Þín verkefni og þínar skyldur eru fyrstar á dagskrá svo að þú getir síðan nýtt þinn frítíma fyrir þig. Ekki segja já, þegar að þig langar til þess að segja nei. Ég er ekki að segja að það sé ekki hægt að hjálpa öðrum, eða aðstoða fólkið í kringum sig. Heldur má það ekki ganga á þig, með þeim hætti að þú verðir svo uppgefin og átt eftir að klára þín eigin verkefni.

Hvað getum við þá gert til þess að nýta tímann okkar betur ?

Til dæmis getur þú sett fyrir þig markmið, hvort sem þau séu fyrir hvern dag eða vikulega. Gott getur verið að setja niður markmið í klukkutímun fyrir hvern dag, eða tímamörk fyrir ákveðin verkefni sem þarf að klára. Mikilvægt að fara eftir markmiðunum, vera heiðarleg og skrá niður hvernig gékk.
En munið að stundum þarf maður bara að gefa sér tíma til þess að gera ekki neitt, þið berið ábyrgð á ykkur sjálfum og gerið lítið gagn ef að þið keyrið ykkur út.

Færslan er skrifuð af Katrínu Helgu og birtist upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.