fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Jólin voru ekki eins eftir að Kristjana missti foreldra sína: „Ég gat ekki notið þeirra eftir að pabbi lést“

Amare
Fimmtudaginn 13. desember 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugur minn hefur dregist að jólunum þessa dagana og hef ég hugsað um hvað það er sem situr mest eftir í minningu minni frá barnsaldri.

Mig hefur alltaf langað til þess að gefa börnunum mínum það sem þau vilja í jólagjöf, en satt að segja þá man ég minnst eftir gjöfunum sem ég fékk og mest eftir hefðunum og hvernig foreldrar mínir höfðu mikið fyrir því að gera jólin okkar sem best.

Ég hef eftir minni bestu getu reynt að halda í þessar hefðir því hvernig mér leið á þorláksmessu situr fast í mér.

Ég man eftir því hvað heimilið var skínandi hreint, sápu ilmurinn var í öllum herbergjum, hreint á rúminu mínu, ég ný böðuð og í nýjum náttfötum.

Þessar hlýju minningar gefa mér gleði þegar ég hugsa tilbaka, foreldrar mínir bjuggu til þessar minningar hjá mér og þær vil ég endilega að mín börn fái að upplifa.

Jólatréð var sett upp á þorláksmessu, en það er það eina sem ég hef breytt, ég set okkar tré upp fyrr, til þess eins að geta notið þess aðeins lengur.

Við fjölskyldan bjuggum í Svíþjóð þegar þessar minningar urðu til og á hverju ári hlusta ég líka á sænska jólatónlist því aðeins þá finnst mér jólin vera komin.

Heimilið var alltaf mikið skreytt, þetta var svo kallað jólahús þegar hún hafði kárað þetta verk, mikið af kertum, dúkum og allskonar styttur af jólasveinum, jólatrjám, kökubox, sérsvéttuhringir og kirkja sem hún hafði málað og búið til sjálf og bættist í safnið árlega.

Máttur okkar foreldra er gríðarlegur, við mótum sýn barna okkar á jólin í gegnum minningar sem við búum til handa þeim.

Spenningur í augum barna minna þegar fyrsti jólasveininn hefur stoppað við, trúin þeirra eru þessir töfrar  sem ég tala um og minningarnar sem ég hef sem fullorðin og hvernig mér líður þegar ég hugsa tilbaka.

Hefðirnar og samverustundir með fjölskyldunni eru jólin fyrir mér.

Þegar ástvinur fellur frá getur mikið breyst

Það kom tímabil þar sem ég hataði jólin, ég vildi ekkert með þau hafa, ég einfaldlega gat ekki notið þeirra þar sem pabbi minn lést og jólin voru ekki þau sömu án hans.

Þegar ég svo eignaðist mitt fyrsta barn, 6 árum eftir að hann fór, þá breyttist ég, það var fyrst þá sem ég gat notið þeirra með heilum hug. Jólin voru orðin yndisleg aftur, ég var komin í annað hlutverk, það var mitt að búa til minningar fyrir son minn, svo bættist annar sonur við tveimur árum seinna, en það þýðir ekki að þau séu auðveld, ég geri mitt besta.

Síðustu jólin með móður minni voru árið 2015, komum við  fjölskyldan okkur saman vitandi það að þetta yrðu hennar síðustu jól. Það var yndislegt að eiga þessi jól með henni, hún lést svo 19 dögum eftir það, 11. janúar 2016.

Ég valdi að halda minningu þeirra beggja á lífi með því að hafa jólin eins og mér var kennt sem barn og betri jól hefði ég ekki geta beðið um.

Ég elska jólin, finnst þau töfrum líkast í dag með minni fjölskyldu, en það er allt mínum foreldrum að þakka og mínum vilja til þess að gefa börnum mínum yndislegar minningar.

Takk fyrir minningarnar, takk fyrir að leggja svona hart að ykkur að gera þau góð fyrir mig, takk fyrir frábær jól ár eftir ár.

Ykkar dóttir

 

P.s! Munið að lífið getur tekið U-beygju á mjög stuttum tíma, reynið að eyða tíma saman, en ekki stressa ykkur yfir  því að allt þurfi að vera fullkomið, því það er uekki þær minningar sem við tökum með okkur í framtíðina.

Færslan er skrifuð af Kristjönu Rúnu og birtist upphaflega á Amare.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför

Viku fyrir brúðkaupið fékk hún hræðilegar fréttir: Hélt þeim leyndum – Vildi brúðkaup, ekki jarðarför
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband

Svaramaðurinn féll í yfirlið í miðri brúðkaupsathöfn og braut í sér tennurnar – Myndband
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“

Fyrrum raunveruleikastjarna vekur aðdáun Katy Perry í American Idol: „Þú ert uppáhalds röddin mín“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki

Stjörnuspá vikunnar: Nautið þarf að passa hjartað – Voginni komið á óvart – Svikinn sporðdreki
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“

Myndbandið sem allir foreldrar verða að sjá: „Ég veit ekki hvernig ég á að díla við þetta“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Útlitskröfur á hársýningu vekja upp hörð viðbrögð: „Nei, ha? Vantar ekki hármódel?“ – „Þetta er bara hluti af þessu risa dæmi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.