fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Bleikt

Piers Morgan er brjálaður út í Meghan Markle: „Óskammfeilin sleikja sem svífst einskis fyrir frægðina“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 6. desember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski þáttastjórnandinn Piers Morgan fer óvægum orðum um hertogaynjuna Meghan Markle.  Morgan segir að hann og hertogaynjan hefði verið ágætis kunningjar, þar til hún hitti Harry og skrúfaði fyrir öll samskipti. Núna sé hún komin í konungsfjölskylduna og verði að kyngja því að fá ekki alltaf sínu fram.  

Piers Morgan finnst Meghan vera „óskammfeilin sleikja sem svífst einskis fyrir frægðina“. Megan vingaðist við Piers eftir að sá síðarnefndi líkaði við eina twitterfærslu hennar. Með þeim tókst góður vinskapur og kom Megan meðal annars að hitta Piers á pöbbinum hans í Bretlandi, en síðar það sama kvöld hitti hún myndarlegan prins sem var byrjunin á konunglegu ævintýri. Piers segir að eftir að Harry hitti Meghan þá hafi hún hætt að svara skilaboðum frá honum og draugað hann, þ.e.a.s. hætt að svara skilaboðum.

„Hún er sjálfhverf atvinnuleikkona sem hefur landað hlutverki lífs síns og er harðákvæðin í að mjólka það, fyrir allt sitt virði,“ hefur Daily Mail eftir Morgan.

Piers rifjar upp þegar hann og Meghan voru að kynnast og hversu vel þeim var til vina. Meghan hafi til dæmis sent honum þætti úr þáttaröð sinni Suits, áður en þeir höfðu verið sýndir opinberlega og spurt hann álits. Því kom Piers mikið á óvart að hún lét sig bara hverfa úr lífi hans. Ansaði hvorki skilaboðum né öðru. Gerði hann sér þá grein fyrir að hann hefði líklega þjónað sínum tilgangi í eltingarleik Meghan við frægðina og nú hefði hún ekki not fyrir hann lengur. Honum hafði verið kastað til hliðar eins og skítugum sokkum.

Það hlakkar því óneitanlega í Piers þegar honum berast orðrómar frá höllinni um að Meghan sé að gera alla þar brjálaða með frekju. „Aðstoðarkona hennar, Melissa Toubati hætti nýlega, eftir aðeins sex mánuði í starfi,  með tár í augunum.“

Piers hefur það eftir aðilum tengdum konungsfjölskyldunni að Megan hafi meðal annars krafist þess að fá smaragða kórónu til að bera í brúðkaupi sínu, en því hafi konungsfjölskyldan þverneitað. „Í fyrsta sinn í hennar lífi er Meghan Markel að uppgötva að hún getur ekki alltaf fengið sínu fram“ segir Piers í loks umfjöllunar sinnar meinfýsinn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.