fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019
Bleikt

Maður Dolly Parton er til í trekant með Jennifer Aniston

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 6. desember 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dolly Parton telur mann sinn vera til í trekant með Jennifer Aniston. En þær eru miklar vinkonur eftir að starfa saman við kvikmyndina Dumplin sem er væntanlega á Netflix. 

 

Dolly Parton var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon á dögunum til að kynna kvikmyndina Dumplin sem vætanleg er á Netflix en Dolly samdi tónlist myndarinnar.

Eitt aðalhlutverk myndarinnar er leikið af Jennifer Aniston og er hún jafnframt einn framleiðenda hennar. Fallon og Parton ræddu samstarfið. „Ég elska hana í drasl“ sagði Parton um Aniston. En maðurinn minn er alveg brjálaður í hana. Hann var spenntari fyrir því að ég með henni, heldur en að ég fengi tækifærið til að skrifa alla þessa tónlist. Ég hugsa að honum dreymi um trekant eða álíka.“ sagði Parton og hló við. Maður Partons til 52 ára er Carl Thomas Dean. Hann er 76 ára gamall og Parton er 72.

Hún gaf svo til kynna að maðurinn hennar væri sennilega of gamall til að fara í trekant. „Hann nær honum varla upp til að pissa hvað þá fyrir trekant“. Þá missti Fallon sig úr hlátri og hrundi í gólfið. Viðtalsbrotið má sjá hér fyrir neðan.

Aniston sjálf varð líka ansi hissa yfir þessari yfirlýsingu. „Ég varð kjaftstopp“ segir Aniston við USA Today „Síðan hló ég af mér rassgatið. Svona er Dolly“

Hún segir ummæli Partons lýsandi fyrir persónuleika hennar.„Þetta var brjálæðislega fyndið, ég er bara upp með mér. Svona er húmorinn hennar Dolly“ segir Aniston. „Enginn í heiminum kæmist upp með að segja svona um maka sinn í beinni útsendingu, nema Dolly.“

Þó að Aniston og Parton hafi hlegið yfir þessum ummælum saman („þetta hefur verið rætt í allan dag getum við sagt“ hafa þær ekki beint bókað neitt lárétt limbó í framtíðinni.

„Þetta var nú bara spjallþátta spaug“ segir Aniston. Svo eins og skáldið sagði „Enginn trekantur hér!“ 

Kvikmyndin Dumplin fjallar um ungling í yfirstærð sem tekur þátt í fegurðarsamkeppni sem er skipulögð af móður hennar, fyrrverandi fegurðardrottningu.  Leikkonan Danielle Macdonald leikur unglinginn og Jennifer Aniston leikur móður hennar. Dumplin verður frumsýnd á Netflix á morgun, en ekki er víst að hún komi umsvifalaust á Íslenska Netflix-ið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjón hamingjusamari ef þau kynnast á netinu

Hjón hamingjusamari ef þau kynnast á netinu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Það er ekkert sem heitir að eiga ekki sjens í einhvern

Það er ekkert sem heitir að eiga ekki sjens í einhvern
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.