fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Er húðin þín tilbúin fyrir veturinn ?

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 6. desember 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun þegar blaðamaður skreið á fætur blasti við snævi þakin jörð. Veturinn er orðin óumflýjanleg staðreynd. Þá er ekki aðeins tími til kominn að veiða gamla KRAFT gallann upp úr geymslunni heldur er einnig rétt að aðlaga húðumhirðuna að kaldari veruleika. 

Rakakrem 

Vaselín smýgur ekki inn í húðina og er því upplagt sem einangrunarlag til að innsigla raka á nætur. Það má einnig nota sem farðahreinsi.

Húðin þarf raka bæði kvölds og morgna. Sniðugt er að skella á sig rakakremi strax eftir sturtuferðir á meðan húðin er enn rök til að innsigla rakann í húðinni.  Þeir sem þjást af miklum þurrk geta svo fylgt rakakremum eftir með viðeigandi olíu sem húðin þeirra þolir og jafnvel smurt svo vaselíni yfir allt andlitið fyrir svefninn.  Þeir sem smyrja sig með vaselíni fyrir svefninn kalla aðferðina „slug life“, eða sniglalíf, og mæla með því að þeir sem hana stundi skipti ört um koddaver eða brúki handklæði til að verja koddann.

 

 

 

Hreinsivörur

Johnson’s barnaolían er mestmegins steinefnaolía sem ein mildasta olían sem þú getur borið á húðina.

Alkóhól í hreinsivörum er óvinur raka. Gættu þess að hreinsivörurnar sem þú notar innihaldi ekkert alkóhól til að húðin þorni ekki við hreinsunina.  Flestar tegundir Micellar vatns innihalda ekki alkóhól og er því kjörið til að fjarlægja farða.  Til að tryggja góða hreinsun er þó ekki nóg að nota aðeins farðahreinsi heldur er best að fylgja eftir með mildum andlitshreinsi og fylgja þar eftir hugmyndafræði tvíhreinsunaraðferðarinnar. Þeir sem þjást af miklum húðþurrki geta hreinsað húðina sína með góðri olíu, sem dæmi má nefna barnaolíuna frá Johnson, sem er vanmetinn og ódýr farðarhreinsir. Gættu þess þó að húðin þín þoli olíurnar.

 

Sólvörn

Nú rekuru kannski upp stór augu. Sólvörn þegar varla sést til sólar ? Útfjólubláir geislar sólarinnar leggjast ekki í vetrardvala og þegar þú ferð út í dagsbirtu, hversu skammt sem útiveran varir, skaltu gæta þess að húðin þín sé varin gagn skaðlegum útfjólubláum geislum. Húðlæknar mæla með sólvörnum með að lágmarki 30 spf gildi allan ársins hring. Í góðar sólvarnir hefur oft verið bætt ýmsum góðum andoxunarefnum sem hjálpa húðinni að verja sig gegn mengun og oxun.

Sturtuferðir

Heitar sturtur eru notalegar í kuldanum en heitt vatnið getur haft áhrif á náttúrulegar olíur húðarinnar og því skaltu gæta þess að stilla hitanum í hóf.  Ef húðin þín er rauð og þig klæjar í hana eftir sturtu þá er það skýrt merki um að hún sé að þorna upp og þú þurfir að lækka hitann. Einnig er gott að venja sig á að nudda ekki andlitið með handklæði þegar það er þerrað heldur leggja það aðeins mjúklega að húðinni. Handklæði eru gróf og með því að nudda þeim við húðina er hætt við að hún rispist.

 

Ekki gleyma höndunum 

Góðir hanskar vernda hendurnar fyrir kulda og þurrki og góður handaáburður stuðlar að mjúkum guðsgöfflum og minna rakatapi.  Í verslunum er einnig hægt að fá góða handmaska sem sniðugt er að skella á sig yfir kósí Netflix glápi á köldu vetrarkvöldi.

Hendur eiga það til að gleymast í húðumhirðunni. Hendur þurfa alveg jafn mikla alúð og andlit, enda verða þær fyrir mun meira áreiti.

Við ofangreinda umfjöllun studdist blaðamaður við ráðleggingar frá Húðlæknastöðinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.