fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019
Bleikt

Var stöðugt veik í 20 ár en skildi ekki af hverju: Sökudólgurinn var fyrir framan hana allan tímann

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 4. desember 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gillian Genser, kanadísk kona sem getið hefur sér gott orð sem myndhöggvari, var orðin býsna vön því að vera með höfuðverk, ógleði og liðverki. Genser hafði margoft leitað til lækna sem voru jafn ráðþrota og hún yfir hugsanlegum sökudólgi.

Gillain hefur undanfarin tuttugu ár þjáðst af þessum verkjum. Þar sem Gillian starfar sem myndhöggvari spurðu læknar hvort eitthvað í umhverfi hennar gæfi tilefni til að skoða nánar. Nei, var svarið hjá Gillian enda notaði hún aðeins náttúruleg hráefni við listsköpun sína.

Gillian notaði mikið muldar kræklingaskeljar við vinnu sína, en eitt verkið, sem var býsna stórt, samanstóð nær eingöngu af kræklingaskeljum sem búið var að mylja mélinu smærra.

„Ég var stundum 12 tíma á dag að vinna með þessar skeljar,“ segir hún en árið 2013 tók heilsu hennar að hraka enn frekar. Það var þá sem hún komst að því að skeljarnar draga í sig ýmis eiturefni sem Gillian hafði komist í snertingu við.

Eftir að hafa gengist undir ítarlegar rannsóknir kom í ljós að í blóði hennar var töluvert magn af arseni og blýi. Var hún með króníska þungmálmaeitrun.

Gillian, sem er 59 ára, hætti strax að vinna með skeljarnar en líklega mun hún aldrei ná sér að fullu.

Gillian segir að lærdómurinn af þessu máli sé kannski helst sá að mannskepnan er að gera náttúrunni mikinn óleik. Skeljarnar drekka í sig eiturefni úr umhverfinu sem komast þangað af mannavöldum. „Ég er í raun sorgmædd fyrir þeirra hönd. Við gerðum þeim þetta en þær gerðu mér ekki neitt,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.