fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Kynlíf á meðgöngu og eftir fæðingu: „Ef þú ert ekki tilbúin þá ertu ekki tilbúin“

Mæður.com
Mánudaginn 5. nóvember 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan sem er aldrei talað of mikið um, kynlíf! Ég fékk svo margar spurningar þegar ég var ólétt út í kynlíf, hvort það væri vont, erfitt eða betra. Þannig ég ákvað að taka saman spurningarnar sem ég hef oftast fengið og svara þeim.

Er alveg öruggt að stunda kynlíf á meðgöngu?

Svo lengi sem meðgangan er eðlileg og ljósmóðir eða læknir bannar þér það ekki þá já, þá er alveg öruggt að stunda kynlíf alveg þar til þú missir vatnið í raun. En ef þú ætlar að vera með nýjum vin á meðgöngunni að auðvitað NOTA SMOKKINN!

Finnur barnið ekkert fyrir því?

• Ég fékk þessa spurningu svo oft! Eða hvort typpið gæti potað í höfuðið á barninu, engar áhyggjur barnið er vel varið á bak við líkaman legháls, fylgjunnar og legvatnsins. Barnið gæti fundið fyrir hreyfingu bara rétt eins og þegar þú ert að labba.

Er eðlilegt að fá samdrætti eftir kynlíf

• Já! Og það er mjög algengt! Bara fylgjast með að þeir séu ekki fleiri en 4 á klukkutíma, svo yfirleitt hverfa þeir á nokkrum tímum. Reyndu að leggjast niður, slaka á og fá þér vatnsglas þar til þeir hverfa. Samdrættir eftir kynlíf eru yfirleitt saklausir þó þeir eru óþægilegir

Get ég misst kynhvöt þegar ég verð ólétt?

•Fyrstu 3 mánuðina getur löngunin þín í kynlíf dottið niður, sem er svo sem alveg skiljanlegt. Líkaminn er að ganga í gegnum mikið á þessum tíma, hormónarnir alveg í klessu, ógleði og þreyta.. þú ert jú að búa til líf!

Á öðrum þriðjungnum ferðu að eiga fleiri góða daga og þá kemur löngunin oft tvöfalt til baka.

Á seinasta þriðjungnum er kúlan farin að stækka verulega og orðin frekar þung. Það getur orðið erfiðara og kannski ekki endilega allar stellingar sem henta þér akkúrat núna.

Hvaða stellingar eru góðar á seinasta þriðjungnum?

Getur kynlíf valdið fósturmissi?

•Nei

Eftir að þú áttir, var þá eins og hann væri að stinga honum út um glugga?

• Nei alveg þvert öfugt. Eins og ljósmóðir útskýrði fyrir mér þá dregur allt sig saman og oft verður allt þrengra fyrst um sinn.

Var vont fyrsta skiptið eftir fæðingu?

•Já! Fyrstu 2 skiptin þurfti ég að hætta því ég var ekki tilbúin, mér leið eins og ég væri að missa meydóminn þrefalt. En þetta verður betra, mikið, mikið betra.

Mig langar að stunda kynlíf aftur en er svo hrædd að það verði vont

•Fyrsta skiptið getur verið vont, passaðu bara að ana ekki of fljótt í hlutina. Ef þú ert ekki tilbúin þá ertu ekki tilbúin. Vertu með einhverjum sem þú treystir, farðu hægt á stað og rétt eins og þegar þú misstir meydóminn notaðu SLATTA af sleipiefni! Passaðu líka fyrstu 6 vikur eftir fæðingu að nota smokkinn, minnir að það hafi eitthvað með sýkingu að gera því það er allt svo opið enn þá.

Færslan er skrifuð af Sögu Haralds og birtist upphalega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United vill selja en hingað til hefur ekkert félag sýnt áhuga

United vill selja en hingað til hefur ekkert félag sýnt áhuga
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rúnari hrósað í hástert – „Hefur heillað mann“

Rúnari hrósað í hástert – „Hefur heillað mann“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.