fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Kennsla á því hvað þú getur gert þegar þú pantar þér föt á netinu sem eru alls ekki eins og myndirnar gáfu til kynna

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kannast líklega margir við það að hafa pantað sér föt á netinu, beðið með eftirvæntingu eftir sendingunni aðeins til þess að uppgötva að varan sem þú færð í hendurnar er á engan hátt varan sem þú sást á myndunum.

Hún Agne Jagelaviciute lenti í því á dögunum að panta sér þrjár mismunandi flíkur, hver þeirra var annari verri loksins þegar hún fékk þær sendar heim og ákvað hún að sýna mismuninn á Bored Panda. Eftir að hún hafði tekið sér tíma til þess að hlæja að muninum ákvað hún að nýta tækifærið og breyta flíkunum í eitthvað sem hún gæti notað sér og gefa lesendum góð ráð í leiðinni:

Mynd frá versluninni af fyrstu flíkinni sem sem Agne pantaði

1. Strauið fötin vel og vandlega. Þið munuð ekki trúa því hvað það gerir mikinn mun.

Flíkin sem Agne fékk afhenta

2. Verið í klæðilegum undirfötum þegar þið mátið ný föt. Passið að þau séu í ykkar stærð og að þau séu ekki að búa til auka línur eða fellingar í fötin.

Eftir breytingu

3. Ef þess þarf, klippið þá umfram efni af flíkinni og lagið til eða festið það með nælu undir annari flík.

Mynd frá versluninni af annari flík sem Agne pantaði sér

4. Þið getið líka breytt tilgangi flíkurinnar. Ef þú keyptir þér kjól til þess að nota á ströndinni en fékkst yfirhöfn sem lítur út eins og poki þá getur þú notað hann sem yfirhöfn eða síðkjól á köldum vetrardegi.

Flíkin sem Agne fékk afhenta

5. Vandið valið á aukahlutum. Þegar þú ert að velja þér aukahluti, svo sem veski og skartgripi þá þarf að vanda valið vel. Aukahlutir sem passa vel við fötin sem þú klæðist láta heildarútlitið verða betra.

Eftir breytingu

6. Klæðist bæði dýrum og ódýrum fötum á sama tíma.

Mynd af þriðju flíkinni sem Agne pantaði sér

7. Ekki vanmeta farða. Það setur punktinn yfir i-ið að vera vel farðaður.

Flíkin sem Agne fékk afhenta

8. Ekki missa af tækifærinu til þess að hlæja að sjálfri/sjálfum þér í kjánalegum kringumstæðum. Þegar öllu eru á botninn hvolft, eru þá ekki mikilvægar hlutir í lífi okkar heldur en misheppnuð fatapöntun.

Breytingin sem Agne gerði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.