fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Góð ráð gegn ógleði, grindarverkjum og bjúg á meðgöngu

Mæður.com
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ah.. Meðgöngur, sem betur fer eru þær allar ekki eins. Meðgangan mín með fyrsta barn var í raun algjör draumur fyrir utan blessuðu morgunógleðina sem var bæði kvölds og morgna. Meðgangan með seinna dýrið var hörmung.. HÖRMUNG!
24/7 ógleðin byrjaði við getnað, já ég er búin að ákveða að það er hægt, og ekki nóg með það að mér var óglatt allan helvítis daginn þá ældi ég sjaldan, sem mér fannst glatað. Mér líður betur að geta ælt þegar mér er óglatt.

En jæja næst komu grindarverkirnir sem ég er enn að vesenast með í dag takk fyrir. Ég átti fljótt erfitt með svefn og allt var vont. Að sitja, að labba, að liggja. Allt var vont!
Húðin varð hræðileg alla leið niður á háls, bjúgurinn varð mikill, ég fitnaði örugglega um 50 kíló og ég gæti talið upp endalaus vandamál!

Ég er hér búin að taka saman smá lista yfir hluti sem hjálpuðu mér eitthvað smá allavega og munu vonandi hjálpa ykkur eitthvað.

Ógleði

  • Frískt loft
    Fara í göngutúr og anda að sér ferska loftinu gerði mjög gott þegar ógleðin var sem verst, einnig náði ég að dreifa huganum í göngutúrum og pældi ekki eins mikið í hvað allt væri ömurlegt og hvað mér væri óglatt.
  • Klakar
    Mæli með að hafa alltaf til nóg af klökum í frystinum og hafa alltaf við hendina.
  • Vatn
    Var alltaf með kalt vatn í brúsa við hendina og það gerir bara gott að drekka nóg af vatni.
  • Borða lítið og reglulega yfir daginn
    Ég brann mig oft á þessu og varð alveg ómöguleg yfir daginn ef ég gleymdi að borða.
  • Ferskir ávextir
    Það hjálpaði mér mikið að borða mikið af ávöxtum, helst kalda t.d. epli, appelsínur, vínber og mangó. Ég var reyndar með mikið æði fyrir sítrónum á báðum meðgöngum, súrir og ferskir!

Grindaverkir

  • Passa hvernig þú stendur
    Ég stend alltaf fast í einn fótinn og lauslega með hinn, passa það! Standa rétt i báðar fætur.
  • Svefn
    Held að það sé best að sofa bara á bakinu og beinn en mér finnst það óþægilegt og get sjaldan sofnað þannig, eg sef á hliðinni og það sem hjálpaði var að hafa brjóstapúða á milli lappanna.
  • Hreyfing
    Regluleg hreyfing hjálpar mikið, var oft ómöguleg en stuttur göngutúr gerði margt gott, gat samt ekki labbað of lengi en þá varð ég verr í grindinni næstu daga. Sund og að synda hjálpa mikið! En alls ekki bringusund.
  • Plastpoki er besti vinur þinn
    Jébs, við keyrum mikið og langar ferðir og það hjálpaði mikið að hafa poka undir mér in case eg myndi pissa í mig…. nei ok djók! Hann hjálpaði mér við að koma mér úr bílnum, gat snúið mér auðveldlega svo að báðir fætur færu út á sama tíma í staðinn fyrir að einn fótur fer fyrst og allur þungi á þeim fæti og því meira álag á grindina.

Bjúgur

  • Vatn
    Vatn, vatn, vatn, vatn og svo meira vatn.
  • Te
    Fékk mér alltaf heitt koffínlaust te a kvöldin, veit í raun ekki hvort það gerði eitthvað en það var mest bara kósí.
  • Birkisafi
    Ok ladys þetta er ógeðslegt á bragðið en VÁ hvað þetta virkar vel!! Ég vissi ekki af þessu fyrr en í endann og þá komin með svaka bjúg alls staðar, snarlagaðist á þrem dögum og náði að halda honum niðri. Bara eitt skot á dag!

Eina ráðið sem ég hef varðandi húðina er vatn! Og nóg af því. Það skipti engu máli hvað ég var dugleg að þrífa á mér húðina hún versnaði bara og versnaði. Enda er þetta hormónatengt og voða lítið sem dýrar húðvörur geta gert. Bara borða hreint og drekka nóg af vatni.

Svo bara muna að þetta gengur yfir, 9 mánuðir af þessu og svo er þetta búið!

Færslan er skrifuð af Gunni Björnsdóttur og birtist upphaflega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmenn Arsenal í rusli

Leikmenn Arsenal í rusli