fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Gestir brúðkaupsins upplifðu athöfnina á sama hátt og brúðurin sem er blind – Tóku vel í það að binda fyrir augun

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var óvenjulegt brúðkaupið hjá þrjátíu og tveggja ára gamalli blindri konu og unnusta hennar þegar gestirnir, að ósk brúðarinnar, bundu fyrir augu sín og upplifðu brúðkaupið því á sama hátt og hún.

Þegar Stephanie Agnew var yngri greindist móðir hennar með sjúkdóminn Cone-Rod Dystrophy sem er arfgengur sjúkdómur sem gerir það að verkum að sjón þeirra sem fá hann hverfur hægt og rólega. Sjón Stephanie fór hratt minnkandi þegar hún var orðin 27 ára gömul og í dag eftir að hún var þrjátíu og tveggja ára sér hún aðeins örlítið ljós, form og skugga.

Stephanie kynntist Robbie Campell í október árið 2016 eftir að þau höfðu búið hlið við hlið í átján mánuði án þess að hittast.

„Við höfðum búið með um það bil einn og hálfan metra á milli okkur en af því að ég hafði unnið í fasteignabransanum og hann var lögreglumaður þá mættust leiðir okkar nánast aldrei,“ segir Stephanie í viðtali við DailyMail.

Veit ekki hvernig eiginmaðurinn lítur út

„Við kynntumst í október á viðburði sem haldinn var í fasteigninni sem við bjuggum í og fyrst náðum við ekki saman, hann var eiginlega of mikið fyrir mig, en síðan tókst honum að heilla mig og mánuði síðar fórum við á stefnumót og það var dásamlegt. Ég hef aldrei séð hann. Ég veit hvernig hann er vaxinn og veit að hann er mikið hærri en ég, ég veit líka að hann er herðabreiður en fyrir utan það þá þarf ég að reiða mig á útlitslýsingar á honum.“

Á jóladag, ári síðar bað Robbie hana að giftast sér og var fjölskyldan öll viðstödd.

„Við höfðum rætt um hjónaband og ég sagði við hann að ef hann ætlaði að biðja mín þá vildi ég að fjölskyldan mín væri viðstödd. Við vorum öll þarna og ég að hann var með kassa. Hann hafði gefið mér Apple TV og ég varð víst mjög hissa á svipinn þegar ég fann engan hring í kassanum, en síðan fór hann niður á eitt hné og hélt litla ræðu. Ég var yfir mig hamingjusöm þetta var bara svo fallegt og óvænt augnablik.“

Brúðkaupið var vel skipulagt hjá hjónunum og vildi Stephanie að gestirnir myndu upplifa það á sama hátt og hún. Því var brugðið á það ráð að vera með augnbindi fyrir alla sem þeir settu upp fyrir athöfnina.

„Gestirnir tóku vel í augnbindin og fengu þeir að upplifa athöfnina á sama hátt og Steph og mamma hennar sem er líka blind,“ sagði Campell.

Stephanie segist hafa liðið virkilega falleg á brúðkaupsdaginn og er hún þakklát öllum þeim sem komu að skipulagningunni.

„Ég gat ekki hamið tilfinningar mínar þegar hún gekk niður að altarinu. Hún leit út eins og sannkölluð prinsessa í brúðarkjólnum,“ sagði Campell sem grét þegar Stephanie gekk að honum.

Vinur Stephanie til margra ára sem er ljósmyndari fylgdi henni að í öllum undirbúningnum og tók myndir af mikilvægum tilefnum. Bað Stephanie hann um það í þeirri von um að dag einn fái hún að skoða þær ef læknavísindin finna leið fyrir hana til að fá sjónina aftur.

„Ef þeir finna ekki lækningu þá ver ég í lagi, en ég myndi elska það ef þeir finndu hana. Ég myndi virkilega elska það, en ég verð samt í lagi.“ Segir Stephanie sem segist þrátt fyrir allt vera búin að sætta sig við ástandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun