fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Bleikt

Sögur foreldra sem þekktu tvíbura sína ekki í sundur: „Ég lá oft andvaka með áhyggjur af því að ég hefði ruglast á hvor var hvað“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að eignast fjölbura er ekkert grín. Foreldrar þurfa að gera allt að minnsta kosti tvisvar sinnum og jafnvel oftar ef um fleiri en tvö börn er að ræða. Tvær brjóstagjafir, tvö böð, tvö bleiuskipti og svo framvegis.

En það er þó ekki eina vandamálið sem foreldrar fjölbura glíma við. Þeir foreldrar sem eignast eineggja tvíbura geta lent í þeim vandræðum að börnin séu svo lík hvoru öðru að jafnvel þau eigi erfitt með að greina þau í sundur. Síðan Moms tók saman nokkrar sögur af tilfellum þar sem foreldrar lentu í vandræðum og einnig fylgja með nokkur ráð fyrir tilvonandi foreldra tvíbura til þess að lenda ekki í sama vandamáli og þau:

„Einu sinni skildi mamma mig og tvíburasystur mína eftir heima hjá pabba á meðan hún skrapp út. Hann tók af okkur nafnaarmböndin til þess að baða okkur. Mamma kom heim á meðan við vorum í baði, leit á armböndin og spurði pabba hvort hann vissi hvor okkar væri hver.“ Eftir miklar vangaveltur ákváðu foreldrarnir að giska á hvor væri hvað og enn þann dag í dag eru tvíburasysturnar ekki vissar hvort foreldrarnir hafi giskað á rétt.

Foreldrar tvíbura áttuðu sig á því að þau gætu tekið afrit af sitthvoru fingrafarinu á börnunum til þess að greina muninn á þeim. „Við vistuðum annað fingrafarið í síma pabbans og hitt í síma mömmunnar. Til þess að finna út hver var hvað þá athuguðum við hvaða barn gat opnað símann.“

Flestir foreldrar kannast við hið almenna svefnleysi sem fylgir því að eignast börn. Það er algengt að liggja andvaka yfir því hvort ekki sé allt í lagi með barnið á milli þess sem það vaknar og vill fá að drekka eða annað. Mamma ein sem átti tvíbura lá þó andvaka yfir annarskonar áhyggjum: „Ég eignaðist tvíbura stráka og þeir fengu enga fæðingarbletti né neitt til þess að greina þá í sundur í mjög langan tíma. Ég lá oft andvaka með áhyggjur af því að ég hefði ruglast á hvor var hvað yfir daginn.“ Þessi mamma tók til síns ráðs og ákvað að skrifa staf undir annan fót hvors tvíbura. „Ég hafði þá alltaf í sokkum en ef ég var ekki viss hvor var hvað þá tók ég sokkana bara af.“

Frænka ein var að passa tvíbura systur sinnar og ákvað að baða þá. Hún tók armböndin af þeim fyrir baðið en eftir á þá áttaði hún sig á mistökunum sem hún hafði gert. Frænkan var hrædd við að segja foreldrunum hvað hún hafði gert og ákvað hún því að taka sénsinn og giskaði hver var hvað þegar hún setti armböndin aftur á. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna sem hún viðurkenndi það sem hún hafði gert fyrir foreldrunum og enn þann dag í dag er ekki vitað hvor er hvað.

Foreldrar tvíburadrengja áttuðu sig á mistökum sem þau gerðu þegar þau völdu nöfn á drengina. Annar þeirra var skírður Joshua og hinn Jamieson. Foreldrarnir áttuðu sig á því að þau þekktu drengina ekki í sundur og gátu heldur ekki skrifað upphafsstaf nafna þeirra undir fæturna því báðir byrjuðu þeir á J.

Flest börn leika sér og koma sér gjarnan í hættulegar aðstæður. Móðir tvíburadrengja lenti eitt skipti í því að annar tvíburi hennar skar sig illa á fingri og ber enn ör sem sést vel. Margir spyrja móðurina hvað hafi komið fyrir strákinn þegar þau sjá örið og grínast hún oft með það að hún hafi viljandi klippt í fingur hans til þess að þekkja þá í sundur. Eins og gengur og gerist tekur fólk þessum brandara misvel.

Allir foreldrar upplifa það á einhverjum tímapunkti að verða þreytt á börnunum sínum. Þegar pabbi tvíburastúlkna kom heim úr vinnunni einn daginn var móðir þeirra uppgefin eftir erfiðan dag. Önnur þeirra hafði grátið allan daginn og bað hún pabbann um að taka hana. Hún sagði nafnið á tvíburastúlkunni þegar hún rétti pabbanum hana en hann áttaði sig á því að hún var að tala um rangt barn og leiðrétti hana. Í ljós kom að móðirin hafði „kennt“ röngu barni um erfiða hegðun allan daginn.

Fjölskylda ein sem eignaðist fjórbura brá á það ráð að setja lítil húðflúr á tær barnanna til þess að þekkja þau í sundur. „Nágrannar mínir eignuðust fjórbura sem voru allir eins, þau settu litla punkta á tærnar á börnunum til þess að þekkja þau í sundur. Það var mjög fyndið að fylgjast með þeim vera stanslaust að kíkja á fætur barnanna til þess að átta sig á því á hverjum þau héldu.“ Það að setja varanlegt húðflúr á ungt barn hljómar kannski mjög alvarlegt en þegar kemur að því að passa upp á það að hvert barn hafi fengið að borða og að hvert barn fái rétt lyf þá er þessi möguleiki kannski ekki alslæmur.

„Naflar líta alltaf mismunandi út þar sem þeir eru í rauninni bara ör. Svo það eina sem þú þarft að gera er að kíkja á naflann til þess að þekkja þá í sundur,“ sagði ein móðirin. Þetta er víst algeng leið fyrir foreldra til þess að þekkja tvíburana sína í sundur en það er þá vonandi að þau gleymi ekki hvaða barn á hvaða nafla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.