fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024

Amanda Bynes útskýrir af hverju hún hætti að leika – Hvetur fólk til að gera ekki sömu mistök og hún

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 15:00

Amanda Bynes.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Amanda Bynes var lengi vel talin í hópi efnilegustu leikara Hollywood. Ung að árum hafði hún leikið í fjölmörgum vinsælum unglingamyndum,  What a Girl Wants, She’s the Man, Hairspray og Easy A, svo nokkur dæmi séu tekin.

En frá árinu 2010 hefur Amanda Bynes algjörlega horfið úr sviðsljósinu. Hún hefur ekki leikið í einni einustu mynd og var síðasta mynd hennar Easy A sem kom út 2010. Fyrir þessu er góð ástæða því Amanda festist í klóm fíknar sem hún hefur verið lengi að vinna sig út úr.

Amanda, sem er í dag 32 ára, er í forsíðuviðtali við tímaritið Paper þar sem hún útskýrir hvernig þetta allt saman byrjaði. Þegar hún var við tökur á myndinni Hairspray sem kom út árið 2007 sá hún blaðagrein sem fjallaði meðal annars um kosti Adderall, sem einkum er gefið fólki með ADHD. Í greininni lýsti ung kona því að hún notaði lyfið til að grenna sig. „Ég hugsaði með mér að þetta þyrfti ég að prófa,“ segir hún í viðtalinu.

Bynes fór til læknis og gerði sér upp einkenni til að fá lyfinu ávísað. Ekki leið á löngu þar til hún var farin að misnota lyfið. Þegar tökur á myndinni Hall Pass, frá árinu 2010, stóðu yfir neyddist Amanda til að hætta við að leika í myndinni vegna ofneyslu Adderall. „Hausinn á mér var úti um allt og ég mundi ekki línurnar mínar.“

Amanda viðurkennir að þegar hún var yngri hafi hún fiktað við kannabisefni, MDMA og kókaín en hún hafi misst alla stjórn í kringum árið 2010 þegar hún hætti að leika.

Í viðtalinu kemur fram að hún hafi verið edrú í fjögur ár og komin á þann stað í lífinu að hún getur hugsað sér að snúa sér aftur að leiklistinni. „Ég óttast ekki framtíðina. Það versta er að baki,“ segir hún og hvetur um leið aðra til að hugsa sig um áður en þeir fikta með fíkniefni. „Farðu mjög, mjög varlega því þú getur tapað öllu og eyðilagt líf þitt eins og ég gerði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skrifar undir eða verður settur á sölulista – ,,Erum ekki félag sem losar leikmenn frítt“

Skrifar undir eða verður settur á sölulista – ,,Erum ekki félag sem losar leikmenn frítt“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.