fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
Bleikt

Sögu finnst réttur mæðra of sterkur: „Í raun trompar lögheimilis spilið alltaf umgengnis spilið“

Mæður.com
Mánudaginn 26. nóvember 2018 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er löngu vitað að kerfið er meingallað, stofnanir sem eiga að vera gæta hagsmuni og réttindi barnanna okkar virðast oft setja þau í annað sæti.

Í Barnasáttmálanum stendur;

,,Barn sem ekki elst upp hjá báðum foreldrum á rétt á að umgangast þá báða reglulega nema það sé andstætt hagsmunum þess„

Það er barnsins réttur að fá að umgangast foreldra sína en ekki réttur foreldra. Ef barnið vill ekki fara til umgengnisforeldrið er það ekki skyldugt til þess. Margir umgengnisforeldrar misskilja þennan part í barnasáttmálanum og neyða þá börnin í þvingaða umgengni, eða eins og blóðfaðir minn sagði ,,ég er með umgengnissamning, ég á rétt á að fá hana aðra hvora helgi“.

Rétt eins og ég á rétt á að mennta mig, en ef ég vill það ekki þá þarf ég þess ekki (aðskildu frá grunnskólanum).

Það stendur líka í Barnasáttmálanum;

,,Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.„

Ég hef velt þessu virkilega mikið fyrir mér og skoðað mikið hvort það séu einhver lög um umönnun barns, ég hef ekki ennþá fundið þau. Sem sagt hvort barn á rétt á fjölbreyttu og hollu fæði, hvort barn á rétt á að það sé þvegið því reglulega, skipt á því og fleira.

Fyrir nokkrum mánuðum hringdi ég í barnavernd og ætlaði að tilkynna vanrækslu, en fékk þá að heyra að það stangast ekki á við Barnasáttmálan að barnið sé í sömu fötum í marga sólarhringa, það stangast heldur ekki við Barnasáttmálan að barn fái bara pítsur í hvert mál.

Ég spurði barnavernd að því hvar ég gæti séð lög um umönnun barns, þau gátu ekki bent mér á hvar væri hægt að finna þau.

Fulltúrinn hjá barnavernd bætti svo við að að þá hefði barnið mátt vera í sömu fötum í margar vikur og svo lengi sem barnið fengi eitthvað að borða mætti það þess vegna lifa bara á kexi.

Nú hefur mikið verið rætt um sameiginlega forsjá og ég hringdi í sýslumanninn til að spyrja hvort umgengnisforeldrið hefði meiri rödd þegar það kæmi að ákvörðunum sem væru teknar í uppeldi barnsins þegar hann/hún væru með sameiginlega forsjá. Hún gat ekki gefið mér hreint svar út en með sameiginlegri forsjá gæti umgengnisforeldrið neitað lögheimilisforeldrinu um að fara með barnið úr landi og gæti neitað stórvægilegum aðgerðum.

Í raun trompar lögheimilis „spilið“ alltaf umgengnis „spilið“.

Tökum tálmun sem dæmi.

Lögheimilisforeldrið tálmar umgengi við umgengnisforeldrið, það sem umgengnisforeldrið getur gert er að höfða dagsekta mál en BARA ef það liggur fyrir umgengnissamningur. Dagsektamál geta tekið mörg ár og falla sektirnar niður strax og lögheimilisforeldrið hættir að tálma umgengni. Þetta ferli getur tekið fleiri mánuði, jafnvel fleiri ár.

Umgengnisforeldrið tálmar umgengni við lögheimilisforeldrið, þá getur lögheimilisforeldrið höfðað aðfaramál, fengið barnið til sin aftur eftir nokkrar vikur og kært umgengnisforeldrið fyrir barnsrán. Jafn vel þó svo tálmunin hefði verið með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.

Eins og kom fram áðan þá er það barnsins réttur að fá að umgangast báða foreldra sína nema það sé andstætt hagsmunum þess.

Það er því ljótt og siðferðislega rangt að taka þennan rétt af barninu ef það er engin ástæða til eða neinn grunur um að barninu stafi hætta af umgengni.

En hver ákveður hvenær heimili er ekki öruggt fyrir barnið? Því eins og barnaverndar fulltrúi sagði við mig að þá er fyrst gert allt til að halda barninu hjá móður(já hún sagði móður og ég vona svo innilega að ég sé ekki sú eina sem hneyksla mig á því). Það er farið í gegn um ákveðið ferli sem getur tekið fleiri mánuði og á meðan býr barnið við óviðunandi aðstæður.

Aðstæður eru eins mismunandi og þær eru margar og því er erfitt að setja eina reglu sem á að gilda yfir allar aðstæður.

Það er margt sem mér finnst að mætti skoða þegar kemur að barnalögum. Það tók tvo aðila til að búa barnið til og svo lengi sem báðir foreldrar eru stabílir og hæfir ætti barnið að sjálfsögðu að fá að njóta umgengni þeirra beggja.

Mér finnst að þegar foreldrar eru tilkynntir til barnaverndar fyrir fíkniefna notkun ætti þeir að vera látnir taka fíkniefnapróf samdægurs en að barnavernd gefi sér ekki nokkrar vikur í að skoða málið og kalli þá svo á fund með nokkra daga fyrirvara.

Mér finnst að það ættu sömu lög að gilda fyrir umgengnisforeldra og lögheimilisforeldra þegar það kemur að tálmun.

Mér finnst að það ætti ekki að vera hægt að tálma umgengni út af gremju.

Mér finnst móður rétturinn vera allt of sterkur.

Hverju finnst þér að mætti breyta?

Þetta er barnsfaðir minn og dóttir mín.

Ég mun aldrei brjóta á rétti dóttur minnar eða reyna koma í veg fyrir samskiptin á milli þeirra.

Ég mun aldrei tala illa um hann við hana.

Ég mun aldrei neita honum um að taka meiri þátt í lífi hennar.

Ég mun aldrei nota móður réttinn gegn honum.

Ég mun gæta hagsmuna dóttur minnar.

Ég veit ekki hvort þess pistill muni breyta neinu, en ég veit að það mun ekkert breytast nema það sé talað um hlutina.

Færslan er skrifuð af Sögu Dröfn Haraldsdóttur og birtist upphaflega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað

Handviss um að Avril Lavigne dó fyrir 15 árum og tvífari sé í hennar stað
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Rosaleg photoshop mistök Kourtney Kardashian – Sérð þú villuna?

Rosaleg photoshop mistök Kourtney Kardashian – Sérð þú villuna?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.