fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019
Bleikt

Sonur Hörpu Hildiberg er sprautufíkill: Handrukkarar mættu heim til hennar með öxi – „Við fengum áfall“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 23. nóvember 2018 15:00

Hefur fengið góð viðbrögð „Fíknisjúkdómar finnast í öllum fjölskyldum.“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eitt sinn komu handrukkarar heim og kipptu honum út. Það var svo ofboðslega mikil angist í röddinni þegar hann hrópaði á pabba sinn. Pabbi hans var á efri hæðinni en náði að komast út og bjarga honum frá þeim.“

Þetta segir Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir í viðtali í helgarblaði DV sem kom út í dag.

Fyrir skemmstu opnaði Harpa umræðu á samfélagsmiðlum um fíknisjúkdóm elsta sonar síns. Hefur hún fengið sterk viðbrögð og aðrir aðstandendur fíkla leitað til hennar í kjölfarið. Fólk sem hún þekkir ekki neitt. Sonur hennar hefur verið lengi í neyslu sem hefur stigmagnast með árunum. Í dag er hann sprautufíkill með ótal meðferðir og einhverjar fangelsisnætur að baki. Maður sem er að hverfa fyrir augum fjölskyldu sinnar. Harpa sagði DV frá þessari reynslu og hvernig þetta hefur tekið á fjölskylduna alla.

Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir er gift, fjögurra barna móðir. Elsti sonur hennar er 35 ára gamall og mjög langt leiddur í neyslu.

„Þetta byrjaði í kringum 2000 þegar hann var um sautján ára gamall. Hann djammaði mjög mikið með vinum sínum eins og gerist á þeim aldri. Þeir reyktu saman og höfðu gaman. Hann var oftast sá síðasti sem skilaði sér heim því hann gat ekki hætt. Á þessum tíma voru e-pillurnar mikið í tísku. Hann byrjaði á að taka eina og eina pillu um helgar en svo fjölgaði þeim ört. Svo þróaðist þetta hratt út í sterkari efni,“ segir hún meðal annars í viðtalinu.

Hún segir svo frá því að neysla sonar hennar hafi haft önnur bein áhrif á fjölskylduna. Óprúttnir aðilar hafi bankað upp á, handrukkarar eins og þeir sem nefndir eru hér að framan. Hún minnist einnig fleiri erfiðra atvika.

„Hann var að vinna hjá pabba sínum við að keyra. Allt í einu stökk maður út úr bíl og að honum. Maðurinn greip svo fast í höndina á honum að hann fékk marblett. Hann sagði að sonur minn þyrfti að borga og þessar skuldir hækkuðu sífellt. Í eitt skiptið komu tveir menn heim til okkar en þá bjó sonur minn ekki hjá okkur. Þegar ég sagði þeim að hann byggi ekki á staðnum þá fóru þeir. Ég og systir hans vorum heima ásamt bræðrum hans en við fengum áfall þegar við sáum að þeir voru með öxi. Við hringdum á lögregluna og brunuðum á staðinn þar sem hann bjó. Lögreglan náði að stöðva okkur en við vorum svo hrædd, ég náði varla andanum og þau sendu okkur strax til baka í bílinn. Þá nótt var lítið sofið.“

Viðtalið má lesa í heild í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.