fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Bleikt

Rifjaði upp minningar um heimilisofbeldi fyrir framan dóttur sína og fékk skammir

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 23. nóvember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jada Pinkett Smith telur nauðsynlegt að yngri kynslóðin taki þátt í samræðum um erfið málefni, en á dögunum fékk hún mikla gagnrýni þegar hún dró dóttur sína, Willow Smith, inn í umræðuna um heimilisofbeldi.

Jada sér um þættina Red Table Talk ásamt móður sinni, Adrienne Banfield-Norris, og Willow. Í nýjasta þættinum sagði Adrienne söguna af því þegar eiginmaður hennar, Robsol Pinkett Jr., beitti hana ítrekað ofbeldi þegar hann var undir áhrifum áfengis. Í ljósi þess að Willow, barnabarnið hennar, var viðstödd í þættinum þegar umræðurnar áttu sér stað, voru margir netverjar sem gagnrýndu mæðgurnar og töldu það ósmekklegt að hafa hana á svæðinu.

„Þetta eru aðeins samræður og það er mikilvægt að við skiljum hvað um ræðir,“ segir Jada í samtali við Entertainment Tonight. „Ég get aðeins vonast til þess að vera opnari við ungt fólk, því þannig lærum við. Það má líka kalla þetta forvörn.“

Þátturinn þótti afar átakanlegur, ekki síður vegna þess að Jada og Willow voru báðar í tárum þegar Adrienne rifjaði upp þessar minningar.

Adrienne vísaði í tölur sem herma að hátt í 1,5 milljónir nemenda á menntaskólaaldri í Bandaríkjunum hafa sagt frá að þeir hafi orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á síðastliðnu ári af völdum ástvina. Þá tekur Jada fram hversu nauðsynlegt sé að segja ungu fólki frá slíkum staðreyndum og telur dóttur sína hafa átt allan rétt á því að vera hluti af umræðunni.

Þáttinn má finna í heild sinni að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.