fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019
Bleikt

Hrafnhildur Salka fæddist með tvíþættan hjartagalla – Fór í hjartaaðgerð í gær: „Nú þurfum við bara að sjá hvernig hún verður og takast á við það þegar að því kemur“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnhildur Salka er sextán mánaða gömul stúlka sem býr með foreldrum sínum Petrínu og Frikka á Patreksfirði. Þegar Hrafnhildur var einungis fimm daga gömul kom í ljós að opið var á milli neðra hólfa í hjarta hennar og er fjölskyldan nú stödd í Svíþjóð þar sem Hrafnhildur undirgekkst hjartaaðgerð í gær.

Petrína með Hrafnhildi Sölku á spítalanum í Svíþjóð í gær

„Við komumst að því í fimm daga skoðuninni að hún væri með VSD, sem er opá milli neðra hólfa í hjartanu. Þegar við komum svo út núna á mánudaginn þá kom í ljós að það var líka gat á fósturæðinni. Við búum á Patreksfirði og við höfum þurft að fara suður í nánast hverjum einasta mánuði til þess aðhitta hjartalæknirinn. Þetta er búið að vera rosalega erfitt og kostnaðarsamt en Hrafnhildur á tvö systkini,“ segir Petrína í samtali við blaðakonu.

Fjölskyldan er eins og fyrr sagði úti í Svíþjóð og fór Hrafnhildur í aðgerð á hjarta í gær þar sem loka þurfti hólfunum.

„Aðgerðin gekk vel og nú er bara verið að fylgjast með henni að það komi ekkert uppá. Svo við erum búin að vera á gjörgæslu og vorum nú að koma niður á deild 67. Nú má annað okkar vera hérna allan sólarhringinn með henni. Hún hefur alltaf verið ofboðslega lasin og við höfum þurft að fara alltaf á sex vikna fresti með hana suður og svo oftar en það. Höfum þurft að fara með sjúkravél og þyrlu en hún er líka með svo mikið í lungunum. Hún er svo rosalega lungnaveik út af þessu.“

Hjarta Hrafnhildar hefur stækkað mikið vegna veikinda hennar sem veldur miklum þrýstingi á lungu hennar.

„Það er svo mikill þrýstingur á lungun að hún verður alltaf rosalega lasin. Við þurfum alltaf að leggjast inn á spítala með hana og hún hefur ekkert mátt vera á leikskóla núna í að verða þrjá mánuði. Hefur bara þurft að vera í einangrun, ekki mátt hitta nein önnur börn eða neitt. Því hún tekur allar pestir bara á núll einni og verður mikið meira lasin en önnur börn.“

Petrína segir læknana bjartsýna eftir aðgerðina í gær en að enginn geti sagt til um framhaldið.

„Þeir vita náttúrulega ekkert hvort hún hætti að vera svona rosalega lasin af því að ofnæmiskerfið hennar er ekki gott. Núna er náttútulega búið að loka báðum götunum og við þurftum að klára þetta dæmi, svo nú þurfum við bara að sjá hvernig hún verður og takast á við það þegar að því kemur.“

Börn Petrínu og Frikka

Segir Petrína veikindi Hrafnhildar hafa tekið virkilega á fjölskylduna bæði andlega sem og fjárhagslega en í gær hrintu frænkur hennar af stað söfnun til þess að styrkja fjölskylduna.

„Ég vissi ekkert að frænkur mínar hefðu sett af stað söfnunarreikning en það var svo fallegt af þeim. Maður er nefnilega ekki þannig að maður fari að biðja um einhverja styrki, það er bara ekki í manni. Við höfum bæði þurft að vera mikið fyrir sunnan og ég hef þurft að vera mikið frá vinnu. En það er kona sem býr fyrir vestan sem er svo yndisleg að hún hefur leyft henni að vera hjá sér svo ég geti unnið líka. Annars hefðum við bara misst húsið, það er bara þannig. Maður má ekkert missa úr.“

Petrína segist virkilega þakklát öllu því góða fólki sem í kringum fjölskylduna er og að það sé ómetanlegt að fá aðstoð.

Frænkur Petrínu settu söfnunina af stað til þess að hjálpa fjölskyldunni við það að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur á sama tíma og þau takast á við erfiðleika dóttur sinnar. Hægt er að styrkja fjölskylduna með því að leggja inn á reikning: 0153-05-060053 – Kennitala: 100388-2439

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.