fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Saklaus koss dró átta vikna stúlku nánast til dauða: „Við héldum að við værum að horfa á hana taka sinn síðasta andardrátt“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta vikna gömul stúlka barðist fyrir lífi sínu eftir að faðir hennar kom að henni líflausri í vöggunni. Talið er að stúlkan hafi smitast af bakteríu sýkingu frá saklausum kossi.

„Ég fór inn að kíkja á hana og tók eftir því að hún var líflaus. Hún var föl og brást ekki við áreiti. Ég vissi að það væri eitthvað virkilega mikið að og hringdi því í sjúkrabíl,“ segir Thomas, faðir Elizu Hobbs í viðtali á Metro.

Foreldrar Elizu, Thomas og Sophie fóru með sjúkrabílnum upp á spítala þar sem þau búa í Billingham, County Durham. Þar var framkvæmd endurlífgun á Elizu og það eina sem foreldrarnir gátu gert var að standa hjá og vona það besta.

„Við veltum því fyrir okkur hvort hún myndi lifa þetta af eða hvort þetta væru endalok hennar. Hún varð skyndilega blá og um tuttugu læknar hlupu í kringum rúmið. Okkur leið eins og við stæðum í miðjum jarðskjálfta. Okkur var bara ýtt út í horn á herberginu og það eina sem við gátum gert var að fylgjast með. Við gátum ekkert gert til þess að hjálpa. Það var á þeim tímapunkti sem við héldum að við myndum missa hana. Þeir voru að framkvæma endurlífgun á henni. Hún hætti að anda í um eina mínútu en þeim tókst að ná henni til baka.“

Við tóku erfiðir dagar þar sem Eliza lá í dái á spítalanum og vilja Sophie og Thomase nú hvetja aðra foreldra til þess að fara varlega.

„Þeir reyndu að komast að því hvort um væri að ræða veiru- eða bakteríusýkingu en þeir gátu ekki greint það nákvæmlega, við teljum þó að þetta hafi verið berkjubólga. Þetta voru verstu aðstæður sem við gátum hugsað okkur. Við stóðum bara við enda rúmsins og gátum ekki hætt að horfa á hana. Við héldum að við værum að fara að horfa á hana taka sinn síðasta andardrátt. Hún var í dái í fimm daga og læknarnir þurftu að framkvæma endurlífgun á henni þrisvar eða fjórum sinnum vegna þess að hún hætti að anda. Þetta hefði geta verið venjulegt kvef hjá fullorðni manneskju en varð að hrikalegri sýkingu sem ógnaði lífi hennar.“

Að lokum gat Eliza andað að sjálfsdáðum og fékk fjölskyldan að fara heim eftir sjö daga á gjörgæslu.

Fjölskyldan: Sophie, Eliza og Thomas

„Loksins þegar hún var búin að ná sér almennilega gat hún ekki grátið. Hún hljómaði eins og kettlingur að mala vegna þess hvað hún var bólgin í brjóstkassanum og lungnapípunum. Á hverjum degi nær hún örlítið meiri bata og að fá að fara með hana heim var yndislegt. Bara það að geta veitt henni öryggi og að hún gat verið hluti af fjölskyldunni. Hún er lítil baráttukona. Hún barðist þegar hún fæddist og hún hefur þurft að gera það aftur.“

„Ég vill bara láta alla foreldra vita og vinsamlegast viðja þau um að passa sig að halda hita á sjálfum sér og börnunum og ekki leyfa öðru fólki að kyssa barnið ykkar,“ segir Sophie. Thomas bætir við: „Einfaldur ástríkur koss hefði geta dregið barnið okkar til dauða. Skilaboðin sem ég vil koma á framfæri eru þau að ef einhver er með kvef ekki þá leyfa þeim að kyssa barnið ykkar. Þau geta smitast í gegnum saklaust kvef eða vírusa. Passið ykkur á því að barninu sé alltaf hlýtt. Við erum mjög varkárir foreldrar en samt gerðist þetta fyrir okkur. Við vitum ekki hvaðan hún smitaðist en þetta hefði geta dregið hana til dauða. Fólk verður að passa upp á að þvo sér um hendurnar og halda sig frá börnum þegar þau eru kvefuð.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“