fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Tíu spurningar sem þú átt aldrei að spyrja á fyrsta stefnumóti

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 19. nóvember 2018 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum getur þótt stressandi að fara á fyrsta stefnumótið sem er mjög skiljanlegt, hvað ef þið náið ekki saman, hvað ef það verða vandræðalegar þagnir og hvað ef þú þolir einfaldlega ekki manneskjuna en neyðist til þess að sitja og vera kurteis, og hvað ef þér líkar virkilega vel við manneskjuna og hefur áhyggjur af því að segja eitthvað vitlaust.

Þegar fólk verður stressað á það til að missa út úr sér ýmislegt sem betur væri ósagt, sérstaklega á fyrsta stefnumóti. Það getur því reynst vel að undirbúa sig örlítið fyrir stefnumótið og velta fyrir sér hvað það er sem þú ættir að sleppa því að spyrja að, allavegana svona alveg í blábyrjun. HuffPost tók saman gagnlegan lista sem gott er að hafa í huga:

1.      Hvers vegna endaði síðasta sambandið þitt?

Að spyrja of djúpra spurninga, líkt og hvers vegna flosnaði upp úr síðasta sambandi er ekki vænlegt til árangurs á fyrsta stefnumóti. Mundu, þetta er stefnumót en ekki yfirheyrsla. Það er betra að halda umræðunum á léttu nótunum en ekki fara út í eitthvað sem gæti vakið upp erfiðar minningar.

2.     Af hverju ert þú enn einhleyp/ur?

Þessi spurning virðist vera saklaus en líklegt er að manneskjan taki henni ekki vel. Væntanlega ert þú að spyrja vegna þess að þér finnst manneskjan heillandi og skilur þess vegna ekki hvers vegna hún er einhleyp, en að öllum líkindum tekur manneskjan spurningunni sem því að eitthvað sé að henni og þess vegna sé hún einhleyp.

3.     Hvaðan ert þú í alvörunni?

Ef þú á stefnumóti með manneskju sem er ekki í sama kynþætti og þú og þú spyrð hvaðan hún er og færð svarið frá Íslandi, bý í Reykjavík. Þá er hún frá Íslandi. Þú átt ekki að spyrja hvaðan hún sé í alvörunni frá, líkt og hún geti ekki verið frá sama landi og þú.

4.     Hvað hefur þú sofið hjá mörgum?

Það hversu mörgum þú eða aðrir hafið sofið hjá, er einkamál. Það hvort manneskjan hafi sofið hjá mörgum, fáum eða jafnvel engum er ekki þitt að vita og ef þú spyrð gæti restin af stefnumótinu orðið virkilega vandræðalegt. Það ætti í raun ekki að spyrja neinnar kynferðislegrar spurningar á fyrsta stefnumóti.

5.      Hvað ertu með í laun?

Það er gott og gilt að ræða það hvað þú sjálf/ur og manneskjan sem þú ert á stefnumóti með starfið við, en að spyrja út í laun er allt of persónulegt. Þú munt líta út sem tækifærissinni. Jafnvel þó þú sért bara að spyrja fyrir forvitnisakir þá gæti manneskjan lagt efa í ætlanir þínar og forgangsröðun.

6.     Hvert sérð þú þetta samband vera að stefna?

Ef stefnumótið gengur vel þá er eðlilegt að vonast til þess að þið munið hittast aftur, en að spyrja á fyrsta stefnumóti hvernig manneskjan sjái framtíð ykkar er of snemmt. Þið eruð bara rétt að kynnast. Ef þú spyrð þessarar spurningar gæti manneskjan haldið að þú værir örvæntingarfull/ur.

7.      Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í?

Þegar tvær manneskjur ná vel saman geta samræðurnar þróast á annað stig. En að fara út í of persónulega hluti á fyrsta stefnumóti getur fljótt gert hlutina vandræðalega. Þér gæti þótt minnsta mál að ræða það þegar þú fékkst niðurgang á ströndinni, en ekki gera ráð fyrir því að stefnumótinu þínu þyki það lítið mál.

8.     Langar þig að eignast börn?

Ef þig langar að eignast börn, þá er mikilvægt fyrir þig að finna maka sem vill það líka. Auðvitað vilt þú ekki eyða tíma þínum í óþarfa stefnumót með manneskju sem hefur ekki sama markmið og þú en að spyrja þessarar spurningar á fyrsta stefnumóti er ekki tímabært.

9.     Laðast þú að mér?

„Líkar þér við mig?“ „Finnst þér ég myndarleg/ur og kynæsandi?“ Auðvitað vonar þú að manneskjan laðist að þér. En ekki spyrja að þessu. Það getur verið virkilega óaðlaðandi.

10.  Hver er heita vinkona þín/heiti vinur þinn?

Segjum sem svo að þú hafir skoðað manneskjuna á samfélagsmiðlum áður en þið fóruð á stefnumótið, eins og líklega flestir gera í dag. Ef þú tókst eftir því að manneskjan á einhverja virkilega sæta vinkonu/vin þá skalt þú ekki spyrja út í hann/hana. Þú ert á stefnumóti með þessari manneskju, hann/hún kom ekki til þess að koma þér í samband við vin/vinkonu sína.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Truflar KR-inga ekkert að spila í Laugardalnum – „Fyrstu tveir leikirnir hafa bara verið heimaleikir“

Truflar KR-inga ekkert að spila í Laugardalnum – „Fyrstu tveir leikirnir hafa bara verið heimaleikir“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.