fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019
Bleikt

Mel B opnar sig um sjálfsvígstilraun í ævisögu: „Ég fann líf mitt fjara út“ – „Af hverju, mamma?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 18:33

Mel B segir allan sannleikann í nýrri ævisögu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kryddpían Melanie Brown, eða Mel B eins og hún er oftast kölluð, opnar sig upp á gátt í nýrri ævisögu sem heitir Brutally Honest. Meðal þess sem hún skrifar um er sjálfsvígstilraun í desember árið 2014 þar sem hún reyndi að taka eigið líf með því að gleypa tvö hundruð verkjatöflur.

„Hér er ég, 39 ára gömul, og stari í spegil á baðherberginu í leiguhúsnæði mínu í Kensington í London og held á opinni flösku af aspirín úr góssinu sem ég hef geymt í gegnum árin og raða hverri pillunni á fætur annarri í munn minn,“ skrifar Mel B í broti úr bókinni sem birt er á vef The Sun.

„Hver pillan fer upp í munn á fætur annarri og ég spyr sjálfa mig: Ertu viss? Og ég tek aðra. Tíu, tuttugu, fimmtíu, hundrað. Ertu viss?“ bætir hún við.

„Líf mitt er í rúst og mig langar að sleppa“

Kvöldið sem um ræðir er fimmtudagskvöld og Mel B segist hafa verið nýkomin heim úr kvöldverð með þáverandi eiginmanni sínum, Stephen Belafonte. Hún var á leið í beina útsendingu á hæfileikaþættinum X Factor þar sem hún var einn af dómurunum.

Brutally Honest kom út nýverið.

„Það verður rauður dregill því þetta er síðasta vikan. Ég verð í fallegum kjól, hárið mitt og förðun verður fullkomin. En ef þið viljið sannleikann þá er mér sama um það. Líf mitt er í rúst og mig langar að sleppa. 120. Ertu viss? 150. Ertu viss? Á bak við glys frægðarinnar var ég tilfinningalegt hrak, úr tengslum við fjölskylduna mína. Mér fannst ég vera ljót og fyrirleit manninn sem lofaði eitt sinn að elska mig og vernda, eiginmann minn og umboðsmann Stephen. Maður sem eftir tíu ára hjónaband átti nú safn af kynlífsmyndböndum af mér sem gætu, eins og við vissum bæði, eyðilagt ferilinn minn og rústað fjölskyldunni minni,“ skrifar kryddpían. Mel B og Stephen byrjuðu saman í febrúar árið 2007 og giftu sig síðar sama ár. Mel B sótti um skilnað frá Stephen í fyrra og hefur talað opinskátt um það andlega og líkamlega ofbeldi sem hún mátti þola af hans hendi.

Föst inni á baðherberginu og fann lífið fjara út

Í bókinni segir Mel B frá því hvað hún hafi gert á meðan hún tók pillu eftir pillu.

„Ég skrifaði örvæntingarfull og samhengislaus bréf til Phoenix, elstu dóttur minnar, sálufélaga míns – stelpunnar sem er litla systir, vinur og dóttir fyrir mér. Hún ætti að ná í hinar stelpurnar, Angel og Madison, og fara með þær til mömmu í Leeds til að búa. Í hausnum mínum á þessu augnabliki var þetta svo einfalt,“ skrifar hún og heldur áfram.

„Tvö hundruð. Hvað gerist núna, Melanie? HÆTTU! Um leið og ég gleypti síðustu pilluna vissi ég að mig langaði ekki að fara neitt. Melanie! Hvað í fjandanum ertu að gera? Taktu þér tak! Sjálfsvíg var ekki svarið. Ég þurfti að láta lífið mitt skipta máli. Ég þurfti að komast á sjúkrahús. Ég þurfti að losna við pillurnar úr maganum mínum áður en eitthvað gerðist. Það hringsnerist allt í hausnum mínum. Eina sem ég hugsaði var að ég þurfti að komast út úr herberginu en af einhverri ástæðu stóð hurðin á sér. Ég man ekki hvað gerðist næst en ég man að ég henti mér á hurðina með öllum líkamanum,“ skrifar söngkonan og minnist á marblettina sem áhorfendur sáu á líkama hennar í X Factor þremur dögum síðar.

„Þessir marblettir á andliti mínu og öxl sem allir sáu í X Factor lokaþættinum þremur dögum síðar – flestir þeirra komu þegar ég var föst þarna inni. Ég man ekki eftir sársauka en ég man enn eftir óttanum, örvæntingunni og fullkominni ringulreið í hausnum mínum. Síðan varð allt svart og ég féll á hné. Ég fann líf mitt fjara út. Og síðan ekkert nema þögn. Ég lá nánast ómeðvitundarlaus á baðherbergisgólfinu og beið eftir að deyja er tárin streymdu niður andlitið og ég rankaði reglulega við mér.“

Mel B í X Factor, þremur dögum eftir sjálfsvígstilraunina.

Dóttirin var öskureið

Fjölskylda hennar náði þó að koma henni á sjúkrahús í tæka tíð og þar man hún næst eftir sér.

„Ég man að ég kom á sjúkrahúsið og hringdi í Simon Cowell. Ég man að ég hljómaði ekki eins og ég væri hrædd. Ég var róleg, eins og ég vissi hvað ég þyrfti frá honum. Ég hlýt að hafa misst meðvitund aftur. Þegar ég vaknaði var ég umkringd læknum og hjúkrunarfræðingum,“ skrifar Mel B og rifjar upp stund með elstu dóttur sinni Phoenix.

„„Mamma. Hvað í andskotanum?“ Phoenix stóð við rúmið. Hún var öskureið, hristist, full af bræði. Af öllum minningunum frá þessum tíma er þetta sú eina sem fer enn með mig. „Af hverju, mamma? Af hverju? Af hverju?“ Þetta var daprasta stund í mínu lífi. Ég vildi bara að hún vissi hvað mér þætti þetta leitt, hve týnd ég var og að ég myndi aldrei fara frá henni aftur. Þegar ég horfði á dóttur mína – örvæntingarfulla, óhuggandi og reiða – var stundin sem ég vissi að ég yrði að berjast fyrir mínu.“

Gat ekki talað við Kryddpíurnar

Að sjálfsögðu mætti Mel B ekki í upptökur á X Factor þetta kvöld. Læknarnir gerðu henni grein fyrir að hún væri alvarlega veik, en það var tómlegt um að litast á herberginu á sjúkrahúsinu þetta kvöld.

„Ef þið haldið að ég hafi verið umkringd vinum, ættingjum, öðrum stjörnum og blómum þá skjátlast ykkur. Þökk sé sambandi mínu við Stephen var ég eiginlega alein fyrir utan öryggisvörð, hárgreiðslumeistarann minn og Simon, almannatengilinn minn. Allar Kryddpíurnar reyndu að hafa samband við mig. Ég gat ekki talað við þær. Ég var ekki tilbúin og ég skammaðist mín of mikið. Fjölskyldan mín náði að hafa upp á mér en það var síðasta fólkið sem mig langaði að hitta. Ég var föst fyrir aftan vegg sektarkenndar, skammar og dugleysis. Ég hafði verið lamin áður en þeir marblettir dofna.“

„Ég ætla að vera frjáls“

Þó Mel B væri rúmföst sóttist hún eftir því að mæta til vinnu í X Factor þremur kvöldum eftir sjálfsvígstilraunina. Læknirinn hennar fullvissaði hana um að það myndi ekki gerast. Hann útskýrði fyrir henni að hún væri á gjörgæslu og að lifrin hennar og nýru væru illa farin. Samt sendi hún skilaboð til stílista síns og bað hann um að senda myndir af kjólunum sem kæmu til greina fyrir útsendinguna.

Mel B og Stephen.

„Ég var marin í kringum augun, kinnin mín var bólgin og ég var með stór, svört sár á handleggjunum eftir að reynt var að stinga mig ítrekað með nálum til að koma fyrir næringu í æð. „Ég er með þrjá fullkomna, síðerma kjóla,“ sagði stílistinn minn og horfði óöruggur á sárin og marblettina á handleggjunum sem sáust greinilega í gegnum meikið. „Nei,“ sagði ég. „Ég er búin að velja kjólinn nú þegar. Hann er ermalaus.“,“ skrifar kryddpían. Svo fór að hún mætti í kjólnum í beina útsendingu, en með því vildi hún senda skilaboð til heimsins.

„Ég myndi standa stolt í gullfallegum, hvítum kjól, með merki um þjáningu út um allt. Ég bað um að hárið yrði tekið frá andlitinu. Ég vildi að fólk myndi sjá mig. Ég vildi að allir marblettirnir yrðu sýnilegir. Skilaboðin til heimsins og eiginmanns míns áttu að vera MJÖG SKÝR. Ég vildi að fólkið sem væri að horfi væru vitnin mín. Ég tók stóra, demants giftingarhringinn minn af mér. Þetta var hringur sem ég hafði borið í X Factor nokkrum vikum áður til að sýna heiminum hvað ég og Stephen værum traust par,“ skrifar Melanie. Hún bætir við að þetta kvöld hafi hún fengið adrenalínusprautu og staðið sterkari eftir þáttinn.

„Mér leið eins og ég sjálf á sviðinu. Ósnertanleg. Melanie Brown. Undrakonan. Ég fór af sviðinu, brosti til allra. Ég var glöð að ég hneig ekki niður, glöð að ég gerði þetta. Ég sendi skilaboð til Stephens. Ég gat ekki snúið við. Ég ætla að fara frá honum, sækja um skilnað. Ég ætla að vera frjáls.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.