fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Bleikt

Fæddi son sinn andvana á 32 viku: „Ég missti son minn vegna þess að kerfið brást mér – ég vissi að það væri eitthvað að“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 16. nóvember 2018 12:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung móðir sem greindist með alvarlega meðgöngueitrun þurfti að ganga í gegnum þá erfiðu lífsreynslu að fæða son sinn andvana eftir þrjátíu og tveggja vikna meðgöngu.

„Líkami minn barðist svo mikið fyrir því að halda syni mínum á lífi að hann endaði endaði á því að taka hans líf til þess að halda mér á lífi,“ skrifaði Kristy Watson í færslu sinni sem Metro greinir frá. Kristy sem greindist með mjög alvarlega meðgöngu eitrun var yfir sig hamingjusöm með það að vera ólétt þrátt fyrir það að hún væri einstæð, en hún hafði þegar misst þrjú fóstur.

Kristy hafði fundið á sér að ekki væri allt með feldu en í hvert skipti sem hún fór til læknis var henni greint frá því að allt væri í lagi.

Þegar Kristy var gengin 32 vikur og 5 daga var henni greint frá því að hjarta sonar hennar væri hætt að slá.

„Þetta eru orð sem þú vilt aldrei heyra. Þetta eru orð sem þig grunaði aldrei að þú myndir heyra þegar þú værir gengin svo langt. Ég var búin að missa son minn, áður en hann fékk að fæðast inn í þennan heim.“

Kristy var sett af stað í fæðingu og tólf tímum síðar fæddist sonur hennar andvana. Kristy ákvað að segja frá sögu sinni til þess að hvetja konur sem grunar að ekki sé allt í lagi til þess að ganga á læknana og fá svör.

Segir hún að henni hafi liðið eins og hún væri „heimsk“ að hafa farið til læknis þremur dögum áður en henni var greint frá því að sonur hennar væri látinn.

„Bara ef þau hefðu skoðað mig með sónar þann dag, þá hefðu þau séð að fylgjan var að eyðileggjast. Bara ef þau hefðu tekið blóðprufu, þá hefðu þau séð hversu eitrað blóðið mitt var orðið á þeim tímapunkti. Það gæti hafa breytt útkomunni en ég get aldrei fengið að vita það. Ég missti fullkomna litla son minn vegna þess að kerfið brást mér og hlustaði ekki á mig þegar ég vissi að það væri eitthvað að.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.